Schumacher og Hamilton fljótastir á æfingum í Monza Birgir Þór Harðarson skrifar 7. september 2012 13:47 Red Bull voru hvergi á æfingunum í dag. nordicphotos/afp Mercedes knúnir bílar voru fljótastir á æfingum dagsins fyrir ítalska kappaksturinn í Monza í dag. Michael Schumacher, sem ekur fyrir Mercedes-liðið, var fljótastur á æfingum morgunsins og Lewis Hamilton, á McLaren-bíl, var fljótastur á æfingunum í hádeginu. Mercedes-vélarnar virðast vera þær öflugustu á Monza-brautinni sem er sú hraðasta á tímabilinu. Fernando Alonso, á Ferrari-bíl, var fljótastur um brautina framan af á seinni æfingunni en lenti í vandræðum með bílinn þegar á leið. Hann þurfti því að leggja bílnum inn í skúr og varð af dýrmætum reynsluaksturstíma. Gera má ráð fyrir að Ferrari-liðinu hafi ekki tekist að safna nægilegum upplýsingum um virkni bílsins með full tank af eldsneyti. Það gæti skaðað möguleika þeirra á sigri í kappakstrinum. Liðið verður annars örugglega öflugt í tímatökunum. Það sem gæti haft áhrif á getu sumra liða er hvaða gírhlutföll þeir hafa valið til að nota í kappakstrinum. Gírhlutföllin þarf að útnefna í upphafi tímabils áður en nokkur reynsla kemst á ökutækin. Liðin eru þvinguð til að leggja áherslu á valin mót því aðeins takmarkaður fjöldi gírhlutfalla má velja fyrir tímabilið. Red Bull-liðið var ekki í neinum sérstökum gír í dag. Þeir eiga greinilega við sama vandamál að stríða og á Spa-brautinni fyrir viku því bíllinn hefur ekki nógu mikinn endahraða á beinu köflunum. Óvíst er hvort liðinu takist að laga það fyrir kappaksturinn. Tímatökur fyrir kappaksturinn eru á morgun og eru sýndar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í hádeginu. Búast má við fjörugum kappakstri því Alonso þarf nú að hafa virkilegar áhyggjur af keppnautum sínum. Þeir átu verulega af forystu Alonso í belgíska kappakstrinum fyrir viku því Alonso komst ekki í gegnum fyrstu beygju. Formúla Mest lesið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Mercedes knúnir bílar voru fljótastir á æfingum dagsins fyrir ítalska kappaksturinn í Monza í dag. Michael Schumacher, sem ekur fyrir Mercedes-liðið, var fljótastur á æfingum morgunsins og Lewis Hamilton, á McLaren-bíl, var fljótastur á æfingunum í hádeginu. Mercedes-vélarnar virðast vera þær öflugustu á Monza-brautinni sem er sú hraðasta á tímabilinu. Fernando Alonso, á Ferrari-bíl, var fljótastur um brautina framan af á seinni æfingunni en lenti í vandræðum með bílinn þegar á leið. Hann þurfti því að leggja bílnum inn í skúr og varð af dýrmætum reynsluaksturstíma. Gera má ráð fyrir að Ferrari-liðinu hafi ekki tekist að safna nægilegum upplýsingum um virkni bílsins með full tank af eldsneyti. Það gæti skaðað möguleika þeirra á sigri í kappakstrinum. Liðið verður annars örugglega öflugt í tímatökunum. Það sem gæti haft áhrif á getu sumra liða er hvaða gírhlutföll þeir hafa valið til að nota í kappakstrinum. Gírhlutföllin þarf að útnefna í upphafi tímabils áður en nokkur reynsla kemst á ökutækin. Liðin eru þvinguð til að leggja áherslu á valin mót því aðeins takmarkaður fjöldi gírhlutfalla má velja fyrir tímabilið. Red Bull-liðið var ekki í neinum sérstökum gír í dag. Þeir eiga greinilega við sama vandamál að stríða og á Spa-brautinni fyrir viku því bíllinn hefur ekki nógu mikinn endahraða á beinu köflunum. Óvíst er hvort liðinu takist að laga það fyrir kappaksturinn. Tímatökur fyrir kappaksturinn eru á morgun og eru sýndar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í hádeginu. Búast má við fjörugum kappakstri því Alonso þarf nú að hafa virkilegar áhyggjur af keppnautum sínum. Þeir átu verulega af forystu Alonso í belgíska kappakstrinum fyrir viku því Alonso komst ekki í gegnum fyrstu beygju.
Formúla Mest lesið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn