Enski boltinn

Sinclair orðinn leikmaður Man. City

Englandsmeistarar Man. City hafa staðfest kaupin á Scott Sinclair frá Swansea. Kaupverð hefur ekki verið gefið upp né hve langur samningurinn er.

City er búinn að að vera á eftir þessum 23 ára leikmanni í talsverðan tíma og hann fer væntanlega beint inn í leikmannahóp liðsins um helgina. Þá spilar Man. City gegn QPR.

"Ég er ánægður með að allt sé frágengið og að ég sé orðinn leikmaður City," sagði Sinclair við heimasíðu síns nýja félags.

"Ég hélt um tíma að þetta myndi ekki ganga upp þannig að það er mikill léttir að þessu sé lokið. Ég get ekki beðið eftir að byrja."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×