Lánveitingin gat ráðið úrslitum um rekstrarhæfi Glitnis Þorbjörn Þórðarson skrifar 31. ágúst 2012 12:50 Lárus Welding ásamt verjanda sínum Óttari Pálssyni í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þórður Bogason, verjandi Guðmundar Hjaltasonar ráðfærir sig við Óttar. „Rannsókn er haldin slíkum annmörkum að úr því verður ekki bætt undir rekstri málsins," sagði Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, í málflutningi um frávísunarkröfu ákæru á hendur Lárusi og Guðmundi Hjaltasyni í Vafningsmálinu. Sakborningarnir halda því fram að rannsókn sé haldin slíkum annmörkum vegna vanhæfis tveggja lögreglumanna sem komu að rannsókn þess þar sem þeir hafi á sama tíma verið að vinna fyrir þrotabú Milestone og sú vinna hafi beinlínis verið háð því að rannsókn sérstaks saksóknara myndi leiða til útgáfu ákæru. Óttar, sem er hæstaréttarlögmaður á Logos, sagði að rannsakendur hefðu haft fjárhagslega hagsmuni af því að ákæra væri gefin út og að rannsóknin hefði sýnt að brotinn hefði verið réttur á ákærðu með því að taka ekki jafnt tillit til atriða sem horfa til sýknu og sektar. Lögreglumennirnir Guðmundur Haukur Gunnarsson og Jón Óttar Ólafsson, sem eiga félagið Pars Per Pars, hefðu báðir komið að upphafi rannsóknar og húsleitum sem voru gerðar í tengslum við Vafningsmálið, en sú rannsókn hafi sprottið úr rannsókn á tryggingafélaginu Sjóvá. Þeir hefðu síðar orðið aðal rannsakendur Vafningsmálsins. Um áramótin 2011-2012 munu Guðmundur Haukur og Jón Óttar hafa látið af störfum hjá sérstökum saksóknara. Þá sagði Óttar að frumkvæði að vinnu lögreglumannanna fyrir þrotabú Milestone hafi komið frá þeim sjálfum, en ekki þrotabúinu. Mennirnir hafi verið búnir að vinna 1000 klukkustundir fyrir þrotabú Milestone þegar ákæra var gefin út 15. desember 2011. Þá hafi þeir fengið um 30 milljónir króna samtals fyrir vinnu sína fyrir þrotabúið. Óttar lagði áherslu á að vinna þeirra fyrir Milestone hafi einmitt snúist um að sýna fram á ólögmætar lánveitingar Glitnis til Milestone í aðdraganda falls síðarnefnda félagsins. „Þeir vissu að niðurstaða um ólögmæti lánveitinga til Milestone og útgáfa ákæru á hendur Lárusi og Guðmundi yrði þeim mikils virði. Þeir misnotuðu aðstöðu sína hjá sérstökum saksóknara í eigin þágu," sagði Óttar Pálsson. „Höfðu verulegra fjárhagslegra hagsmuna að gæta" Óttar vakti athygli á að samkvæmt lögreglulögum færi vanhæfi rannsakenda eftir stjórnsýslulögum. Lögreglumennirnir tveir hafi haft fjárhagslega hagsmuni af því að ákæra væri gefin út og því væri um skýrt vanhæfi að ræða, samkvæmt 3. gr. stjórnsýslulaga. Óttar sagði ótvírætt að vanhæfi af þessu tagi teldist til „bersýnilegs annmarka" sem ætti að leiða til frávísunar málsins samkvæmt sakamálalögum. Leggja ætti til grundvallar að vanhæfi við undirbúning máls ónýtti ákvörðun í því. „Rannsakendur höfðu verulegra fjárhagslegra hagsmuna að gæta við rannsóknina og vinna þeirra náði til allra þátta rannsóknarinnar," sagði Óttar. Þá sagði hann að við við rannsókn hafi ekki verið horft jafnt til sektar og sýknu, eins og rannsakendum sé skylt að gera samkvæmt 53. gr. sakamálalaga. Óttar nefndi líka atriði sem Lárus Welding hefið greint frá í skýrslutökum sem skipti miklu máli en embætti sérstaks saksóknara hefði horft framhjá. Morgan Stanley bankinn muni hafa beitt mjög miklum þrýstingi um uppgjör láns félagsins Þáttar International, sem var í Milestone-samstæðunni, og beitt hótunum, en uppgjör á þessu láni er þungamiðja málsins. Ákæra á hendur þeim Lárusi og Guðmundi fyrir umboðssvik er reist á láni Glitnis til Milestone í febrúar 2008, en peningarnir voru notaðir til að gera upp áðurnefnt lán hjá Morgan Stanley bankanum í Bandaríkjunum. Óttar sagði að augljóst að slíkar hvatir væru ákærðu til málsbóta. Þrýst hafi verið á um uppgjör á láni Milestone við Morgan Stanley. Lárus hefði alltaf gætt hagsmuna Glitnis og metið afleiðingar þess fyrir Glitni ef lánveitingin hefði ekki átt sér stað. Óttar sagði að Lárus hafi vitað að Milestone hefði verið verið meðal stærstu fjárfestingarfélaga landsins og meðal stærstu skuldara Glitnis. Fall félagsins hefði getað haft mjög slæmar afleiðingar fyrir Glitni. Þannig hafi Lárus verið að gæta hagsmuna bankans með lánveitingunni. Óttar sagði að í þessu samhengi væri grundvallarmunur á Vafningsmálinu og Exeter-málinu (dómur féll í því í Hæstarétti sl. vor) þar sem stjórnendur Glitnis hafi verið að gæta hagsmuna bankans eingöngu þegar lánið til Milestone var veitt, ólíkt því sem var uppi á teningnum hjá stjórnendum Byrs í Exeter-málinu. Raunverulega hætta á að bankinn fylgdi í kjölfarið „Ef Milestone hefði farið í þrot var raunveruleg hætta á að bankinn hefði fylgt í kjölfarið. Í þessu felst að sú lánveiting sem ákært er fyrir í máli þessu gat ráðið úrslitum um rekstrarhæfi Glitnis. Hún skýtur stoðum undir að ráðstöfunin var gerð með hagsmuni Glitnis í huga. Ég fullyrði að ekkert einasta dómafordæmi finnist í íslenskri réttarsögu um umboðssvik þar sem tilgangur ákærða hafi verið að tryggja hagsmuni umbjóðanda síns," sagði Óttar. Óttar sagði að einhverra hluta vegna hafi rannsakendur kosið að taka ekki tillit til þessa atriðis við rannsókn málsins. „Í refsiréttarlegu tilliti eru huglæg atriði og hvatir að baki lánveitingunni grundvallaratriði," sagði Óttar. Þórður Bogason, verjandi Guðmundar Hjaltasonar, sagði að hagsmunir lögreglumannanna tveggja og þrotabús Milestone af niðurstöðunni hafi verið augljósir. Þórður gagnrýndi að við fyrirtöku 30. apríl sl. hafi saksóknari kosið að upplýsa ekki um að lögreglumennirnir tveir hefðu verið kærðir til ríkissaksóknara fyrir þagnarskyldubrot. „Hann kaus að leyna þessu stórkostlega hneykslismáli í lengstu lög," sagði Þórður. „Ég get ekki séð hvernig við getum haldið áfram með þetta mál án þess að stofna stjórnarskrárvörðum hagsmunum ákærðu í stórfellda hættu. (…) Ég tel að sérstakur saksóknari hafi átt að draga þetta mál til baka 30. apríl," sagði Þórður Bogason. „Áfall fyrir embætti sérstaks saksóknara" „Þetta mál var áfall fyrir embætti sérstaks saksóknara vegna trúnaðarbrests," sagði Hólmsteinn Gauti Sigurðsson, saksóknari um mál lögreglumannanna tveggja. Hann sagði samt að ekkert hefði komið í ljós sem breytti því mati að rannsókn málsins sjálfs hafi verið fullnægjandi. Hólmsteinn Gauti sagði að fyrir ári síðan hafi málið verið á lokastigi rannsóknar. Rannsókn og gagnaöflun sakamálsins hafi því verið komin á lokastig um mitt ár 2011. Hólmsteinn sagði að skýrsla PPP og gögn sem mennirnir tveir hafi afhent þrotabúi Milestone ætti ekki sjálfkrafa að leiða til ógildingar á rannsókn Vafningsmálsins. Hólmsteinn Gauti sagði að lögrelumennirnir tveir hefðu verið í daglegum samskiptum við aðra starfsmenn embættisins og því hefðu þeir aldrei haft tækifæri til að beina rannsókn málsins í annan farveg. Þá sagði hann að rannsókn ríkissaksóknara á þagnarskyldubrotu mannanna tveggja kæmi málinu ekkert við. Hólmsteinn Gauti sagði það ekki hafa komið fram hvernig útgáfa ákæru í sakamálinu gæti breytt nokkru um störf mannanna fyrir þrotabúið. Vinna þeirra fyrir þrotabúið hafi eingöngu lútið að gjaldfærni Milestone. Í andsvörum sínum sagði Óttar það ljóst að þegar ákvörðun um saksókn hefði verið tekin þá hafi það ekki verið gert í tómarúmi heldur að höfðu samráði við helstu rannsakendur málsins. Frávísun Frávísun málsins veltur væntanlega á tvennu. Annars vegar hvort sannað þyki að lögreglumennirnir tveir hafi verið aðal rannsakendur málsins og þannig stýrt því í ákveðinn farveg. Og hins vegar á mati á því hvort vinna lögreglumannanna í fyrirtækinu PPP valdi vanhæfi þeirra, þar sem þeir hafi haft fjárhagslega hagsmuni af niðurstöðu sakamálsins og hvort það vanhæfi sé „bersýnilegur annmarki" sem valdi frávísun þess, samkvæmt sakamálalögum. Símon Sigvaldason héraðsdómari tók frávísunarkröfuna til úrskurðar að loknum málflutningi og verður hann birtur innan skamms. thorbjorn@stod2.is Vafningsmálið Dómsmál Mest lesið Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
„Rannsókn er haldin slíkum annmörkum að úr því verður ekki bætt undir rekstri málsins," sagði Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, í málflutningi um frávísunarkröfu ákæru á hendur Lárusi og Guðmundi Hjaltasyni í Vafningsmálinu. Sakborningarnir halda því fram að rannsókn sé haldin slíkum annmörkum vegna vanhæfis tveggja lögreglumanna sem komu að rannsókn þess þar sem þeir hafi á sama tíma verið að vinna fyrir þrotabú Milestone og sú vinna hafi beinlínis verið háð því að rannsókn sérstaks saksóknara myndi leiða til útgáfu ákæru. Óttar, sem er hæstaréttarlögmaður á Logos, sagði að rannsakendur hefðu haft fjárhagslega hagsmuni af því að ákæra væri gefin út og að rannsóknin hefði sýnt að brotinn hefði verið réttur á ákærðu með því að taka ekki jafnt tillit til atriða sem horfa til sýknu og sektar. Lögreglumennirnir Guðmundur Haukur Gunnarsson og Jón Óttar Ólafsson, sem eiga félagið Pars Per Pars, hefðu báðir komið að upphafi rannsóknar og húsleitum sem voru gerðar í tengslum við Vafningsmálið, en sú rannsókn hafi sprottið úr rannsókn á tryggingafélaginu Sjóvá. Þeir hefðu síðar orðið aðal rannsakendur Vafningsmálsins. Um áramótin 2011-2012 munu Guðmundur Haukur og Jón Óttar hafa látið af störfum hjá sérstökum saksóknara. Þá sagði Óttar að frumkvæði að vinnu lögreglumannanna fyrir þrotabú Milestone hafi komið frá þeim sjálfum, en ekki þrotabúinu. Mennirnir hafi verið búnir að vinna 1000 klukkustundir fyrir þrotabú Milestone þegar ákæra var gefin út 15. desember 2011. Þá hafi þeir fengið um 30 milljónir króna samtals fyrir vinnu sína fyrir þrotabúið. Óttar lagði áherslu á að vinna þeirra fyrir Milestone hafi einmitt snúist um að sýna fram á ólögmætar lánveitingar Glitnis til Milestone í aðdraganda falls síðarnefnda félagsins. „Þeir vissu að niðurstaða um ólögmæti lánveitinga til Milestone og útgáfa ákæru á hendur Lárusi og Guðmundi yrði þeim mikils virði. Þeir misnotuðu aðstöðu sína hjá sérstökum saksóknara í eigin þágu," sagði Óttar Pálsson. „Höfðu verulegra fjárhagslegra hagsmuna að gæta" Óttar vakti athygli á að samkvæmt lögreglulögum færi vanhæfi rannsakenda eftir stjórnsýslulögum. Lögreglumennirnir tveir hafi haft fjárhagslega hagsmuni af því að ákæra væri gefin út og því væri um skýrt vanhæfi að ræða, samkvæmt 3. gr. stjórnsýslulaga. Óttar sagði ótvírætt að vanhæfi af þessu tagi teldist til „bersýnilegs annmarka" sem ætti að leiða til frávísunar málsins samkvæmt sakamálalögum. Leggja ætti til grundvallar að vanhæfi við undirbúning máls ónýtti ákvörðun í því. „Rannsakendur höfðu verulegra fjárhagslegra hagsmuna að gæta við rannsóknina og vinna þeirra náði til allra þátta rannsóknarinnar," sagði Óttar. Þá sagði hann að við við rannsókn hafi ekki verið horft jafnt til sektar og sýknu, eins og rannsakendum sé skylt að gera samkvæmt 53. gr. sakamálalaga. Óttar nefndi líka atriði sem Lárus Welding hefið greint frá í skýrslutökum sem skipti miklu máli en embætti sérstaks saksóknara hefði horft framhjá. Morgan Stanley bankinn muni hafa beitt mjög miklum þrýstingi um uppgjör láns félagsins Þáttar International, sem var í Milestone-samstæðunni, og beitt hótunum, en uppgjör á þessu láni er þungamiðja málsins. Ákæra á hendur þeim Lárusi og Guðmundi fyrir umboðssvik er reist á láni Glitnis til Milestone í febrúar 2008, en peningarnir voru notaðir til að gera upp áðurnefnt lán hjá Morgan Stanley bankanum í Bandaríkjunum. Óttar sagði að augljóst að slíkar hvatir væru ákærðu til málsbóta. Þrýst hafi verið á um uppgjör á láni Milestone við Morgan Stanley. Lárus hefði alltaf gætt hagsmuna Glitnis og metið afleiðingar þess fyrir Glitni ef lánveitingin hefði ekki átt sér stað. Óttar sagði að Lárus hafi vitað að Milestone hefði verið verið meðal stærstu fjárfestingarfélaga landsins og meðal stærstu skuldara Glitnis. Fall félagsins hefði getað haft mjög slæmar afleiðingar fyrir Glitni. Þannig hafi Lárus verið að gæta hagsmuna bankans með lánveitingunni. Óttar sagði að í þessu samhengi væri grundvallarmunur á Vafningsmálinu og Exeter-málinu (dómur féll í því í Hæstarétti sl. vor) þar sem stjórnendur Glitnis hafi verið að gæta hagsmuna bankans eingöngu þegar lánið til Milestone var veitt, ólíkt því sem var uppi á teningnum hjá stjórnendum Byrs í Exeter-málinu. Raunverulega hætta á að bankinn fylgdi í kjölfarið „Ef Milestone hefði farið í þrot var raunveruleg hætta á að bankinn hefði fylgt í kjölfarið. Í þessu felst að sú lánveiting sem ákært er fyrir í máli þessu gat ráðið úrslitum um rekstrarhæfi Glitnis. Hún skýtur stoðum undir að ráðstöfunin var gerð með hagsmuni Glitnis í huga. Ég fullyrði að ekkert einasta dómafordæmi finnist í íslenskri réttarsögu um umboðssvik þar sem tilgangur ákærða hafi verið að tryggja hagsmuni umbjóðanda síns," sagði Óttar. Óttar sagði að einhverra hluta vegna hafi rannsakendur kosið að taka ekki tillit til þessa atriðis við rannsókn málsins. „Í refsiréttarlegu tilliti eru huglæg atriði og hvatir að baki lánveitingunni grundvallaratriði," sagði Óttar. Þórður Bogason, verjandi Guðmundar Hjaltasonar, sagði að hagsmunir lögreglumannanna tveggja og þrotabús Milestone af niðurstöðunni hafi verið augljósir. Þórður gagnrýndi að við fyrirtöku 30. apríl sl. hafi saksóknari kosið að upplýsa ekki um að lögreglumennirnir tveir hefðu verið kærðir til ríkissaksóknara fyrir þagnarskyldubrot. „Hann kaus að leyna þessu stórkostlega hneykslismáli í lengstu lög," sagði Þórður. „Ég get ekki séð hvernig við getum haldið áfram með þetta mál án þess að stofna stjórnarskrárvörðum hagsmunum ákærðu í stórfellda hættu. (…) Ég tel að sérstakur saksóknari hafi átt að draga þetta mál til baka 30. apríl," sagði Þórður Bogason. „Áfall fyrir embætti sérstaks saksóknara" „Þetta mál var áfall fyrir embætti sérstaks saksóknara vegna trúnaðarbrests," sagði Hólmsteinn Gauti Sigurðsson, saksóknari um mál lögreglumannanna tveggja. Hann sagði samt að ekkert hefði komið í ljós sem breytti því mati að rannsókn málsins sjálfs hafi verið fullnægjandi. Hólmsteinn Gauti sagði að fyrir ári síðan hafi málið verið á lokastigi rannsóknar. Rannsókn og gagnaöflun sakamálsins hafi því verið komin á lokastig um mitt ár 2011. Hólmsteinn sagði að skýrsla PPP og gögn sem mennirnir tveir hafi afhent þrotabúi Milestone ætti ekki sjálfkrafa að leiða til ógildingar á rannsókn Vafningsmálsins. Hólmsteinn Gauti sagði að lögrelumennirnir tveir hefðu verið í daglegum samskiptum við aðra starfsmenn embættisins og því hefðu þeir aldrei haft tækifæri til að beina rannsókn málsins í annan farveg. Þá sagði hann að rannsókn ríkissaksóknara á þagnarskyldubrotu mannanna tveggja kæmi málinu ekkert við. Hólmsteinn Gauti sagði það ekki hafa komið fram hvernig útgáfa ákæru í sakamálinu gæti breytt nokkru um störf mannanna fyrir þrotabúið. Vinna þeirra fyrir þrotabúið hafi eingöngu lútið að gjaldfærni Milestone. Í andsvörum sínum sagði Óttar það ljóst að þegar ákvörðun um saksókn hefði verið tekin þá hafi það ekki verið gert í tómarúmi heldur að höfðu samráði við helstu rannsakendur málsins. Frávísun Frávísun málsins veltur væntanlega á tvennu. Annars vegar hvort sannað þyki að lögreglumennirnir tveir hafi verið aðal rannsakendur málsins og þannig stýrt því í ákveðinn farveg. Og hins vegar á mati á því hvort vinna lögreglumannanna í fyrirtækinu PPP valdi vanhæfi þeirra, þar sem þeir hafi haft fjárhagslega hagsmuni af niðurstöðu sakamálsins og hvort það vanhæfi sé „bersýnilegur annmarki" sem valdi frávísun þess, samkvæmt sakamálalögum. Símon Sigvaldason héraðsdómari tók frávísunarkröfuna til úrskurðar að loknum málflutningi og verður hann birtur innan skamms. thorbjorn@stod2.is
Vafningsmálið Dómsmál Mest lesið Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent