Stjórnendur Iceland Foods ekki spenntir fyrir eignastýringarsjóðum Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. febrúar 2012 18:40 Lykilstjórnendur Iceland Foods hafa ekki áhuga á að vinna hjá fyrirtækinu verði það í eigu eignastýringarsjóða en tveir slíkir skiluðu inn bindandi tilboðum í hlut slitastjórna Landsbankans og Glitnis í Iceland. Malcolm Walker, forstjóri Iceland, tengist hvorugum sjóðnum. Annarri umferð söluferlisins á Iceland Foods lauk mánudagskvöldið í síðustu viku en þá skiluðu tveir eignastýringarsjóðir, Bain Capital og BC Capital, inn bindandi skilyrtum tilboðum í 67 prósenta hlut slitastjórnar Landsbankans og 10 prósenta hlut slitastjórnar Glitnis í fyrirtækinu. Eftir því sem fréttastofa kemst miðast fjárhæð tilboðanna við að 100 prósent hlutafjár í fyrirtækinu séu 1,4 milljarða punda virði, jafnvirði rúmlega 260 milljarða króna. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að bæði tilboðin séu mjög skilyrt og háð ákveðnum forsendum um árangur. Malcolm Walker, forstjóri Iceland Foods, á 23 prósenta hlut í fyrirtækinu ásamt fjórum öðrum lykilstjórnendum, m.a fjármálastjóranum Tarsem Dhaliwal, en þeir koma að hvorugu tilboðinu. Hlutur Dhaliwals er 5,5 prósent, en hann hefur lýst því yfir að stjórnendurnir vilji helst kaupa fyrirtækið sjálfir en að vinna með öðrum fjárfestum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hugnast stjórnendum Iceland Foods ekki að starfa með eignastýringarsjóðum verði þeir með meirihluta í fyrirtækinu. Það þýðir að fari svo að slitastjórnir bankanna ákveði að selja öðrum hvorum sjóðnum, Bain Capital eða BC Capital, er ekki útilokað að Walker og félagar selji sín bréf samtímis og hætti hjá fyrirtækinu. Walker gerði sjálfur tilboð í Iceland Foods í fyrra sem hljóðaði upp á 1 milljarð punda fyrir 100 prósent hlutafjár. Frá því hefur verið greint áður, m.a í Financial Times, að Walker sé ekki spenntur fyrir því að greiða mikið hærra verð fyrir fyrirtækið.Nefndir „skrímslasjóðir" Eignastýringarsjóðir (e. private equity funds) sambærilegir BC Capital og Bain, stundum nefndir framtakssjóðir, hafa legið undir mikilli gagnrýni í fjölmiðlum að undanförnu fyrir að gera óeðlilegar arðsemiskröfur, skera fyrirtæki niður og fækka starfsmönnum. Í síðustu viku var umfjöllun um slíka sjóði í leiðara Economist undir fyrisögninni „Monsters Inc." Margir frmtakssjóðir af þessu tagi státa sig af því að búa til arðsemi fyrir eigendur sína með því að taka yfir fyrirtæki, bæta rekstur þeirra, og selja þau svo áfram. Ekki er útilokað að stjórnendur Iceland Foods hafi einmitt áhyggjur af þessu og vilji því ekki taka þátt í rekstri fyrirtækisins áfram með slíka eigendur. Walker hefur til þessa ekki skilað inn tilboði, en eins og komið hefur fram er hann með forkaupsrétt í hlut slitastjórnar Landsbankans í Iceland Foods og hefur hann 42 daga til að jafna tilboð sem berst í hlutinn eftir samþykki tilboðs. Þessi frestur byrjar að líða frá þeim degi er samþykki slitastjórnar liggur fyrir. Hann getur því í raun farið sér hægt í bili. Salan á Iceland Foods á erindi við allan almenning. Um er að ræða stærstu einstöku eign þrotabús Landsbankans, peninga sem eiga að fara upp í forgangskröfur vegna Icesave-reikninganna. Páll Benediktsson, talsmaður slitastjórnar Landsbankans, sagði að á meðan væri verið að fara yfir tilboðin í Iceland Foods myndi slitastjórn bankans ekki tjá sig. Hann sagði ómögulegt að svara því hvenær þessu myndi ljúka, en sagðist reikna með að það tæki nokkrar vikur í að fara yfir þau tilboð sem bárust. Að loknum samtölum við fulltrúa eignastýringarsjóðanna tveggja, BC Capital og Bain, mun slitastjórnin meta hvort hún telji ástæðu til að hefja formlegar samningaviðræður við annan hvorn þeirra. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Lykilstjórnendur Iceland Foods hafa ekki áhuga á að vinna hjá fyrirtækinu verði það í eigu eignastýringarsjóða en tveir slíkir skiluðu inn bindandi tilboðum í hlut slitastjórna Landsbankans og Glitnis í Iceland. Malcolm Walker, forstjóri Iceland, tengist hvorugum sjóðnum. Annarri umferð söluferlisins á Iceland Foods lauk mánudagskvöldið í síðustu viku en þá skiluðu tveir eignastýringarsjóðir, Bain Capital og BC Capital, inn bindandi skilyrtum tilboðum í 67 prósenta hlut slitastjórnar Landsbankans og 10 prósenta hlut slitastjórnar Glitnis í fyrirtækinu. Eftir því sem fréttastofa kemst miðast fjárhæð tilboðanna við að 100 prósent hlutafjár í fyrirtækinu séu 1,4 milljarða punda virði, jafnvirði rúmlega 260 milljarða króna. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að bæði tilboðin séu mjög skilyrt og háð ákveðnum forsendum um árangur. Malcolm Walker, forstjóri Iceland Foods, á 23 prósenta hlut í fyrirtækinu ásamt fjórum öðrum lykilstjórnendum, m.a fjármálastjóranum Tarsem Dhaliwal, en þeir koma að hvorugu tilboðinu. Hlutur Dhaliwals er 5,5 prósent, en hann hefur lýst því yfir að stjórnendurnir vilji helst kaupa fyrirtækið sjálfir en að vinna með öðrum fjárfestum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hugnast stjórnendum Iceland Foods ekki að starfa með eignastýringarsjóðum verði þeir með meirihluta í fyrirtækinu. Það þýðir að fari svo að slitastjórnir bankanna ákveði að selja öðrum hvorum sjóðnum, Bain Capital eða BC Capital, er ekki útilokað að Walker og félagar selji sín bréf samtímis og hætti hjá fyrirtækinu. Walker gerði sjálfur tilboð í Iceland Foods í fyrra sem hljóðaði upp á 1 milljarð punda fyrir 100 prósent hlutafjár. Frá því hefur verið greint áður, m.a í Financial Times, að Walker sé ekki spenntur fyrir því að greiða mikið hærra verð fyrir fyrirtækið.Nefndir „skrímslasjóðir" Eignastýringarsjóðir (e. private equity funds) sambærilegir BC Capital og Bain, stundum nefndir framtakssjóðir, hafa legið undir mikilli gagnrýni í fjölmiðlum að undanförnu fyrir að gera óeðlilegar arðsemiskröfur, skera fyrirtæki niður og fækka starfsmönnum. Í síðustu viku var umfjöllun um slíka sjóði í leiðara Economist undir fyrisögninni „Monsters Inc." Margir frmtakssjóðir af þessu tagi státa sig af því að búa til arðsemi fyrir eigendur sína með því að taka yfir fyrirtæki, bæta rekstur þeirra, og selja þau svo áfram. Ekki er útilokað að stjórnendur Iceland Foods hafi einmitt áhyggjur af þessu og vilji því ekki taka þátt í rekstri fyrirtækisins áfram með slíka eigendur. Walker hefur til þessa ekki skilað inn tilboði, en eins og komið hefur fram er hann með forkaupsrétt í hlut slitastjórnar Landsbankans í Iceland Foods og hefur hann 42 daga til að jafna tilboð sem berst í hlutinn eftir samþykki tilboðs. Þessi frestur byrjar að líða frá þeim degi er samþykki slitastjórnar liggur fyrir. Hann getur því í raun farið sér hægt í bili. Salan á Iceland Foods á erindi við allan almenning. Um er að ræða stærstu einstöku eign þrotabús Landsbankans, peninga sem eiga að fara upp í forgangskröfur vegna Icesave-reikninganna. Páll Benediktsson, talsmaður slitastjórnar Landsbankans, sagði að á meðan væri verið að fara yfir tilboðin í Iceland Foods myndi slitastjórn bankans ekki tjá sig. Hann sagði ómögulegt að svara því hvenær þessu myndi ljúka, en sagðist reikna með að það tæki nokkrar vikur í að fara yfir þau tilboð sem bárust. Að loknum samtölum við fulltrúa eignastýringarsjóðanna tveggja, BC Capital og Bain, mun slitastjórnin meta hvort hún telji ástæðu til að hefja formlegar samningaviðræður við annan hvorn þeirra. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira