Olíurannsóknir gengu framar vonum vegna veðurblíðu Kristján Már Unnarsson skrifar 13. ágúst 2012 19:15 Olíurannsóknaleiðangur á Jan Mayen-hryggnum, sem áætlað var að tæki rúma þrjá mánuði, gekk mun betur vegna einmuna veðurblíðu á svæðinu og lauk honum fyrir helgi eftir aðeins liðlega tveggja mánaða útivist. Rannsóknarleiðangurinn nýtti Akureyri sem þjónustumiðstöð og voru þessar myndir teknar þar fyrr í sumar þegar flotinn kom þangað inn til áhafnaskipta og til að sækja sér vistir og aðra þjónustu. Rannsóknaskipið Nordic Explorer fór fyrir flotanum en með því voru þrjú fylgdarskip, tvö færeysk og eitt íslenskt, Valberg VE, sem lagði upp frá Keflavík í byrjun júní. Útgerðarmaður Valbergs, Garðar Valberg Sveinsson, segir að áætlað hafi verið að leiðangurinn tæki 92 daga en reyndin varð sú að aðeins þurfti 67 daga til að ljúka verkefninu, sem fólst í að sigla alls um níu þúsund kílómetra fram og til baka um svæðið til hljóðbylgjumælinga, einkum Noregsmegin lögsögumarkanna en einnig Íslandsmegin á Drekasvæðinu.Garðar Sveinsson, útgerðarmaður og skipstjóri Valbergs VE.Garðar segir að það sé einkum veðrinu að þakka hversu vel gekk, það hafi verið gott allan tímann og aldrei hafi þurft að gera hlé á mælingum vegna veðurs. Þá hafi bilanir einnig verið í lágmarki. Leiðangurinn er alfarið kostaður af Olíustofnun Noregs en gerður í samstarfi við Orkustofnun á Íslandi og fara rannsóknargögnin nú til úrvinnslu í Noregi. Þeim er ætlað að gefa vísbendingar um hvar vænlegast sé að finna olíu eða gas en tilvist slíkra auðlinda þarf síðan að staðfesta með nánari rannsóknum og borunum. Íslenska skipið Valberg hafði það hlutverk að mæla hitastig sjávar á mismunandi dýpi og hversu hratt hljóð bærist um sjóinn. Garðar er nú að sigla Valberg til Norður-Noregs en þar taka við fleiri slík rannsóknarverkefni með Nordic Explorer, fyrst í nágrenni Tromsö en síðan í Barentshafi, og býst Garðar við að þau muni standa fram í lok september eða byrjun október. Tengdar fréttir Eyfirðingar þjónusta olíuleitarflota af Drekasvæðinu Floti fjögurra olíurannsóknarskipa kom inn til Akureyrar í dag af Drekasvæðinu til að sækja sér vistir og þjónustu sem og til áhafnaskipta. Eyfirðingar fá þarna forsmekkinn af þeim umsvifum sem vaxandi olíuleit í Norðurhöfum gæti skapað á Íslandi á næstu árum. Rannsóknarskipið Nordic Explorer fer fyrir flotanum en með því eru þrjú fylgdarskip, tvö færeysk og eitt íslenskt, Valberg VE. 10. júlí 2012 20:00 Kvótalaus útgerðarmaður fer í olíuleit í Drekasvæðinu Útgerðarmaður kvótalauss fiskiskips úr Vestmannaeyjum ætlar næstu þrjá mánuði að nýta skipið til olíuleitar á Jan Mayen-hryggnum og segir milljarða tækifæri bíða Íslendinga á þessu sviði. Akureyri á von á umtalsverðum þjónustutekjum í sumar. Sennilega halda margir að olíuleit sé eitthvað sem er langt inni í framtíðinni hjá Íslendingum. 23. maí 2012 20:30 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Olíurannsóknaleiðangur á Jan Mayen-hryggnum, sem áætlað var að tæki rúma þrjá mánuði, gekk mun betur vegna einmuna veðurblíðu á svæðinu og lauk honum fyrir helgi eftir aðeins liðlega tveggja mánaða útivist. Rannsóknarleiðangurinn nýtti Akureyri sem þjónustumiðstöð og voru þessar myndir teknar þar fyrr í sumar þegar flotinn kom þangað inn til áhafnaskipta og til að sækja sér vistir og aðra þjónustu. Rannsóknaskipið Nordic Explorer fór fyrir flotanum en með því voru þrjú fylgdarskip, tvö færeysk og eitt íslenskt, Valberg VE, sem lagði upp frá Keflavík í byrjun júní. Útgerðarmaður Valbergs, Garðar Valberg Sveinsson, segir að áætlað hafi verið að leiðangurinn tæki 92 daga en reyndin varð sú að aðeins þurfti 67 daga til að ljúka verkefninu, sem fólst í að sigla alls um níu þúsund kílómetra fram og til baka um svæðið til hljóðbylgjumælinga, einkum Noregsmegin lögsögumarkanna en einnig Íslandsmegin á Drekasvæðinu.Garðar Sveinsson, útgerðarmaður og skipstjóri Valbergs VE.Garðar segir að það sé einkum veðrinu að þakka hversu vel gekk, það hafi verið gott allan tímann og aldrei hafi þurft að gera hlé á mælingum vegna veðurs. Þá hafi bilanir einnig verið í lágmarki. Leiðangurinn er alfarið kostaður af Olíustofnun Noregs en gerður í samstarfi við Orkustofnun á Íslandi og fara rannsóknargögnin nú til úrvinnslu í Noregi. Þeim er ætlað að gefa vísbendingar um hvar vænlegast sé að finna olíu eða gas en tilvist slíkra auðlinda þarf síðan að staðfesta með nánari rannsóknum og borunum. Íslenska skipið Valberg hafði það hlutverk að mæla hitastig sjávar á mismunandi dýpi og hversu hratt hljóð bærist um sjóinn. Garðar er nú að sigla Valberg til Norður-Noregs en þar taka við fleiri slík rannsóknarverkefni með Nordic Explorer, fyrst í nágrenni Tromsö en síðan í Barentshafi, og býst Garðar við að þau muni standa fram í lok september eða byrjun október.
Tengdar fréttir Eyfirðingar þjónusta olíuleitarflota af Drekasvæðinu Floti fjögurra olíurannsóknarskipa kom inn til Akureyrar í dag af Drekasvæðinu til að sækja sér vistir og þjónustu sem og til áhafnaskipta. Eyfirðingar fá þarna forsmekkinn af þeim umsvifum sem vaxandi olíuleit í Norðurhöfum gæti skapað á Íslandi á næstu árum. Rannsóknarskipið Nordic Explorer fer fyrir flotanum en með því eru þrjú fylgdarskip, tvö færeysk og eitt íslenskt, Valberg VE. 10. júlí 2012 20:00 Kvótalaus útgerðarmaður fer í olíuleit í Drekasvæðinu Útgerðarmaður kvótalauss fiskiskips úr Vestmannaeyjum ætlar næstu þrjá mánuði að nýta skipið til olíuleitar á Jan Mayen-hryggnum og segir milljarða tækifæri bíða Íslendinga á þessu sviði. Akureyri á von á umtalsverðum þjónustutekjum í sumar. Sennilega halda margir að olíuleit sé eitthvað sem er langt inni í framtíðinni hjá Íslendingum. 23. maí 2012 20:30 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Eyfirðingar þjónusta olíuleitarflota af Drekasvæðinu Floti fjögurra olíurannsóknarskipa kom inn til Akureyrar í dag af Drekasvæðinu til að sækja sér vistir og þjónustu sem og til áhafnaskipta. Eyfirðingar fá þarna forsmekkinn af þeim umsvifum sem vaxandi olíuleit í Norðurhöfum gæti skapað á Íslandi á næstu árum. Rannsóknarskipið Nordic Explorer fer fyrir flotanum en með því eru þrjú fylgdarskip, tvö færeysk og eitt íslenskt, Valberg VE. 10. júlí 2012 20:00
Kvótalaus útgerðarmaður fer í olíuleit í Drekasvæðinu Útgerðarmaður kvótalauss fiskiskips úr Vestmannaeyjum ætlar næstu þrjá mánuði að nýta skipið til olíuleitar á Jan Mayen-hryggnum og segir milljarða tækifæri bíða Íslendinga á þessu sviði. Akureyri á von á umtalsverðum þjónustutekjum í sumar. Sennilega halda margir að olíuleit sé eitthvað sem er langt inni í framtíðinni hjá Íslendingum. 23. maí 2012 20:30