Leik lokið: Ísland - Ungverjaland 33-34 | Draumurinn úti 8. ágúst 2012 00:01 Mynd/Valli Draumurinn um verðlaun hjá íslenska karlalandsliðinu í handknattleik er úti eftir eins marks tap gegn Ungverjum í tvíframlengdum leik í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í dag, 33-34. Íslendingar voru undir lengst af leiknum en gáfust aldrei upp. Þeir komust yfir 27-26 þegar rúm ein og hálf mínúta lifði leiks og fengu vítakast þegar tíu sekúndur voru eftir marki yfir. Snorri Steinn Guðjónsson, sem sat annars á bekknum í dag, steig á punktinn en besti maður vallarins, Nándor Fazekas í marki Ungverja, varði frá Snorra. Ungverjar brunuðu upp og nýttu sér sofandahátt í vörn Íslands og jöfnuðu leikinn í blálokin. Aftur fengu Íslendingar gott tækifæri til þess að tryggja sér sigur í fyrri framlengingunni. Guðjón Valur Sigurðsson fór þá inn úr horninu fullsnemma í síðustu sókn Íslands en færið þröngt og Fazekas varði. Ungverjar fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn en skot László Nagy small í þverslánni. Í síðari framlengingunni náðu Ungverjar tveggja marka forskoti 34-32 sem Íslendingum tókst ekki að jafna. Ísland fékk 17 sekúndur til að jafna leikinn undir lokin en okkar menn náðu ekki að skapa sér almennilegt færi. Sókninni lauk með undirhandarskoti frá Aroni Pálmarssyni en framhjá markinu fór boltinn. Ungverjar fögnuðu en íslensku strákarnir og þjóðin í sárum. Tapið er vægast sagt grátlegur endir á frábærri frammistöðu íslenska landsliðsins í London. Liðið var lengi í gang í dag og ýmislegt sem vantaði í leik liðsins. Þrátt fyrir mótlætið héldu okkar menn haus, jöfnuðu leikinn endurtekið en misstu Ungverja jafnóðum fram úr sér á ný. Sérstaklega voru dýrkeyptar þær mínútur sem Íslendingar voru manni fleiri án þess að nýta sér það. Hreiðar Levý Guðmundsson átti frábæra innkomu í síðari hálfleikinn í marki Íslands. Segja má að hann hafi kveikt neistann sem vantaði en Ísland var fjórum mörkum undir í hálfleik. Aron Pálmarsson var sjóðandi heitur lengi vel í sókninni þar sem hann bæði skoraði og lagði upp mörk. Þá skoruðu Arnór Atlason og Ólafur Stefánsson mikilvæg mörk undir lokin og í framlengingunum. Besti maður vallarins var þó Nándor Fazekas í marki Ungverja sem varði 25 skot. Þá spilaði vörn Ungverja virkilega vel og gerði sókn Íslands erfitt fyrir á löngum köflum. Stórskyttan László Nagy skoraði einnig mikilvæg mörk fyrir Ungverja sem spila til verðlauna á mótinu. Þátttöku Íslands er lokið. Frekari umfjöllun og viðtöl um leikinn koma inn á Vísi innan skamms. Handbolti Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Sjá meira
Draumurinn um verðlaun hjá íslenska karlalandsliðinu í handknattleik er úti eftir eins marks tap gegn Ungverjum í tvíframlengdum leik í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í dag, 33-34. Íslendingar voru undir lengst af leiknum en gáfust aldrei upp. Þeir komust yfir 27-26 þegar rúm ein og hálf mínúta lifði leiks og fengu vítakast þegar tíu sekúndur voru eftir marki yfir. Snorri Steinn Guðjónsson, sem sat annars á bekknum í dag, steig á punktinn en besti maður vallarins, Nándor Fazekas í marki Ungverja, varði frá Snorra. Ungverjar brunuðu upp og nýttu sér sofandahátt í vörn Íslands og jöfnuðu leikinn í blálokin. Aftur fengu Íslendingar gott tækifæri til þess að tryggja sér sigur í fyrri framlengingunni. Guðjón Valur Sigurðsson fór þá inn úr horninu fullsnemma í síðustu sókn Íslands en færið þröngt og Fazekas varði. Ungverjar fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn en skot László Nagy small í þverslánni. Í síðari framlengingunni náðu Ungverjar tveggja marka forskoti 34-32 sem Íslendingum tókst ekki að jafna. Ísland fékk 17 sekúndur til að jafna leikinn undir lokin en okkar menn náðu ekki að skapa sér almennilegt færi. Sókninni lauk með undirhandarskoti frá Aroni Pálmarssyni en framhjá markinu fór boltinn. Ungverjar fögnuðu en íslensku strákarnir og þjóðin í sárum. Tapið er vægast sagt grátlegur endir á frábærri frammistöðu íslenska landsliðsins í London. Liðið var lengi í gang í dag og ýmislegt sem vantaði í leik liðsins. Þrátt fyrir mótlætið héldu okkar menn haus, jöfnuðu leikinn endurtekið en misstu Ungverja jafnóðum fram úr sér á ný. Sérstaklega voru dýrkeyptar þær mínútur sem Íslendingar voru manni fleiri án þess að nýta sér það. Hreiðar Levý Guðmundsson átti frábæra innkomu í síðari hálfleikinn í marki Íslands. Segja má að hann hafi kveikt neistann sem vantaði en Ísland var fjórum mörkum undir í hálfleik. Aron Pálmarsson var sjóðandi heitur lengi vel í sókninni þar sem hann bæði skoraði og lagði upp mörk. Þá skoruðu Arnór Atlason og Ólafur Stefánsson mikilvæg mörk undir lokin og í framlengingunum. Besti maður vallarins var þó Nándor Fazekas í marki Ungverja sem varði 25 skot. Þá spilaði vörn Ungverja virkilega vel og gerði sókn Íslands erfitt fyrir á löngum köflum. Stórskyttan László Nagy skoraði einnig mikilvæg mörk fyrir Ungverja sem spila til verðlauna á mótinu. Þátttöku Íslands er lokið. Frekari umfjöllun og viðtöl um leikinn koma inn á Vísi innan skamms.
Handbolti Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Sjá meira