Óskar, formaður GHR: Presturinn í klúbbnum samdi við veðurguðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2012 14:30 Íslandsmótið í höggleik 2012 fer fram dagana 26.-29. júlí á Strandavelli og er í umsjá Golfklúbbs Hellu. Óskar Pálsson er formaður Golfklúbbs Hellu segir það vera mikla tilhlökkun meðal klúbbsmeðlima að fá að taka á móti öllum bestu kylfingum landsins. Sigurður Elvar Þórólfsson ræddi við hann á kynningarfundi fyrir mótið sem haldinn var í dag. „Það er mikil tilhlökkun innan okkar raða og þetta er búið að vera mikill undirbúningur. Við leggjum allt í þetta og vonum bara að sjá besti vinni," sagði Óskar Pálsson sem er ekki alveg hlutlaus því sonur hans keppir á mótinu. „Ég á einn af efnilegri kylfingum landsins og hann á góða möguleika því hann er á heimavelli. Það verður gaman að fylgjast með honum," sagði Óskar. Það er mikið afrek hjá 130 manna klúbbi að halda svona stórt mót eins og Íslandsmótið í höggleik er. „Þetta er bara gaman og við lítum á það þannig. Við setjum þetta þannig upp að það er sirka einn félagi á hvern keppenda," sagði Óskar. „Við höfum bílastæði á Rangárvöllunum fyrir nánast endalausa bíla og fólk er velkomið. Það getur lagt allt í kringum okkur, það er stutt að labba og þetta er fallegt umhverfi," sagði Óskar. „Við gegnum frá samningi við veðurguðina í vor um leið og við byrjuðum að skipuleggja mótið. Við erum með prest í klúbbnum og hann sá um það fyrir okkur," sagði Óskar í léttum tón en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Golf Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Íslandsmótið í höggleik 2012 fer fram dagana 26.-29. júlí á Strandavelli og er í umsjá Golfklúbbs Hellu. Óskar Pálsson er formaður Golfklúbbs Hellu segir það vera mikla tilhlökkun meðal klúbbsmeðlima að fá að taka á móti öllum bestu kylfingum landsins. Sigurður Elvar Þórólfsson ræddi við hann á kynningarfundi fyrir mótið sem haldinn var í dag. „Það er mikil tilhlökkun innan okkar raða og þetta er búið að vera mikill undirbúningur. Við leggjum allt í þetta og vonum bara að sjá besti vinni," sagði Óskar Pálsson sem er ekki alveg hlutlaus því sonur hans keppir á mótinu. „Ég á einn af efnilegri kylfingum landsins og hann á góða möguleika því hann er á heimavelli. Það verður gaman að fylgjast með honum," sagði Óskar. Það er mikið afrek hjá 130 manna klúbbi að halda svona stórt mót eins og Íslandsmótið í höggleik er. „Þetta er bara gaman og við lítum á það þannig. Við setjum þetta þannig upp að það er sirka einn félagi á hvern keppenda," sagði Óskar. „Við höfum bílastæði á Rangárvöllunum fyrir nánast endalausa bíla og fólk er velkomið. Það getur lagt allt í kringum okkur, það er stutt að labba og þetta er fallegt umhverfi," sagði Óskar. „Við gegnum frá samningi við veðurguðina í vor um leið og við byrjuðum að skipuleggja mótið. Við erum með prest í klúbbnum og hann sá um það fyrir okkur," sagði Óskar í léttum tón en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Golf Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira