Sport

Bolt missir af móti um helgina vegna meiðsla

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Usain Bolt getur ekki keppt á demantamóti í Mónakó um helgina eins og áætlað var þar sem hann er að glíma við meiðsli.

Þetta átti að vera síðasta hlaup Bolt fyrir Ólympíuleikana í Lundúnum en á dögunum tapaði hann fyrir landa sínum og æfingafélaga, Yohan Blake, í bæði 100 m og 200 m hlaupi á úrtökumóti Jamaíku fyrir leikana.

Glen Mills, þjálfari Bolt, segir að meiðsli Bolt séu ekki alvarleg. „Ég ákvað að draga hann úr keppni á mótinu í Mónakó svo hann fengi nægan tíma til að fá meðhöndlun fyrir meiðslin, sem og nægan tíma til að æfa og undirbúa sig fyrir leikana," sagði Mills.

Bolt vann þrenn gullverðlaun á leikunum í Peking fyrir fjórum árum síðan - í 100 m, 200 m og 4x100 m hlaupum karla. Hann er heimsmetshafi í tveimur fyrstnefndu greinunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×