Hamilton fljótastur þegar föstudagsæfingum lýkur Birgir Þór Harðarson skrifar 6. júlí 2012 14:53 Hamilton var fljótastur í vætunni í dag. McLaren-bíllin leit út fyrir að vera stöðugur miðað við hina. Ökumenn áttu stökustu vandræðum í gegnum hraðar beygjur Silverstone. nordicphotos/afp Lewis Hamilton var fljótastur á seinni æfingum fyrir breska kappaksturinn á Silverstone í dag. Ökumenn óku aðeins fáeina hringi vegna þess hve blaut brautin var. Kamui Kobayashi ók flesta hringi á seinni æfingunni eða 16. Roman Grosjean á Lotus, Daniel Ricciardo á Torro Rosso, Mark Webber á Red Bull og Pedro de la Rosa á HRT settu ekki tíma þrátt fyrir að hafa ekið þó nokkra hringi til að kynnast aðstæðum. Bruno Senna eyðilagði bíl sinn þegar hann missti stjórn á Williams-bílnum þegar hann kom út úr Chapel-beygjunni. Hann endaði með vinstri hlið bílsins í dekkjaveggnum og gat ekki ekið meir. Williamsmenn keppast nú við að púsla bílnum saman á ný svo Bruno nái að taka þátt á morgun. Búist er við rigningu áfram á morgun þegar tímatökurnar fara fram. Keppnisdagur verður einnig blautur ef eitthvað er að marka veðurspár, þó rigningin verði léttari en hún var í dag. Laugardagsæfingarnar hefjast klukkan níu í fyrramálið og eru í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Tímatökurnar fara svo fram á hádegi og eru líka í beinni. Formúla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Lewis Hamilton var fljótastur á seinni æfingum fyrir breska kappaksturinn á Silverstone í dag. Ökumenn óku aðeins fáeina hringi vegna þess hve blaut brautin var. Kamui Kobayashi ók flesta hringi á seinni æfingunni eða 16. Roman Grosjean á Lotus, Daniel Ricciardo á Torro Rosso, Mark Webber á Red Bull og Pedro de la Rosa á HRT settu ekki tíma þrátt fyrir að hafa ekið þó nokkra hringi til að kynnast aðstæðum. Bruno Senna eyðilagði bíl sinn þegar hann missti stjórn á Williams-bílnum þegar hann kom út úr Chapel-beygjunni. Hann endaði með vinstri hlið bílsins í dekkjaveggnum og gat ekki ekið meir. Williamsmenn keppast nú við að púsla bílnum saman á ný svo Bruno nái að taka þátt á morgun. Búist er við rigningu áfram á morgun þegar tímatökurnar fara fram. Keppnisdagur verður einnig blautur ef eitthvað er að marka veðurspár, þó rigningin verði léttari en hún var í dag. Laugardagsæfingarnar hefjast klukkan níu í fyrramálið og eru í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Tímatökurnar fara svo fram á hádegi og eru líka í beinni.
Formúla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira