Innlent

Hugnast ekki hækkun eftirlaunaaldurs

Karen Kjartansdóttir skrifar
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, segir það ekki koma til greina að eftirlaunaaldurinn á íslandi verði hækkaður eins Fjármálaeftirlitið hefur lagt til. Hún segir Íslendinga nú komast eina síðasta af íbúm Evrópu á eftirlaun og þá sé ekki tilefni til frekari hækkunar.

Í vikunni kynnti Fjármálaeftirlitið samantekt á stöðu lífeyrissjóðanna fyrir fjölmiðlum. Þar var lagt til að dregið yrði úr halla í lífeyriskerfinu með því að hækka iðgjöld, skerða réttindi sjóðsfélaga eða hækka lífeyrisaldur.

Jón Valgerði hugnast ekki þessar hugmyndir.

„Fyrir hönd Landssambands eldri borgar er ég alfarið á móti því," segir Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Formaður Landssambands eldri borgara. „Á Norðurlöndum erum við með hæsta lífeyrisaldurinn 67 ár, á hinum Norðurlöndunum er miðað við 65 ára og Norðmenn hyggjast lækka þetta niður í 62 ára á næstu tveimur árum. Í Evrópu almennt er eftirlaunaaldurinn miklu lægri, Íslendingar eru með því alhæsta."

En skuldbindingar vegna lífeyrisgreiðslan fara víða vaxandi í heiminum með fjölgun eldri borgara og lengri lífaldurs. Slíkar skuldbindingar eru meðal annars talin ein af ástæðunum fyrir efnahagskreppunni í Grikklandi. Eru hinar þjóðirnar kannski ekki að takast á við aðsteðjandi vanda?

„Þau eru í Grikklandi og Frakklandi með 62 ár en á meðan við erum með hæsta lífaldurinn þegar kemur að eftirlaunagreiðslum og meðan það er þykir mér það ekki koma til greina," segir Jóna.

Jóna Valgerður segir að hins vegar geti það komið til greina að ræða tilslakanir á kerfinu, sem gerir fólki auðveldara að vinna lengur ef það óskar þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×