Innlent

Rúmlega 50 fíkniefnamál á Bestu útihátíðinni

Frá Bestu útihátíðinni í gær.
Frá Bestu útihátíðinni í gær.
Um 5 þúsund manns voru á hátíðarsvæði Bestu útihátíðarinnar í nótt. Fjórir ölvaðir einstaklingar undir 18 ára aldri voru fluttir í athvarf Barnaverndar á Hellu.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli var töluverð ölvun á svæðinu í nótt. Fjórir voru fluttir í fangageymslur vegna ölvunar.

Um 55 fíkniefnamál komu upp á hátíðinni og nokkuð var um pústra. Engin líkamsárás hefur þó verið kærð til lögreglu.

Nokkur erill var hjá sjúkragæslu og heilsugæslunni á Helli minniháttar óhappa síðastliðna nótt. Lögreglan á Hvolsvelli er heilt yfir ánægð með hátíðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×