McLaren treystir á Button þrátt fyrir vonbrigði Birgir Þór Harðarson skrifar 12. júní 2012 06:00 Button hefur átt í vandræðum með að finna jafnvægi í McLaren-bílnum. Pirelli-dekkin eru gríðarlega viðkvæm og hafa mikil áhrif á gengi hans. nordicphotos/afp Jenson Button, ökumaður McLaren í Formúlu 1, er full fær um að snúa við blaðinu eftir fjögur léleg úrslit úr síðustu mótum, að mati yfirmanna McLaren liðsins. Button hefur aðeins skorað eitt stig í síðustu fjórum mótum fyrir McLaren-liðið og er áttundi í heimsmeistarabaráttunni. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton, er efstur á blaði eftir sigurinn um helgina. Button hefur sagst vera hissa á slöku gengi í síðustu mótum eftir frábæra byrjun á tímabilinu þar sem hann vann í Ástralíu og varð annar í Kína. "Við höfum ekki langtíma áhyggur af gengi Buttons," sagði Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren, við veftímaritið Autosport. "Þessu fylgir bara pirringur og vonbrigði." "Jenson er frábær ökumaður og okkur tókst ekki að þjónusta hann nógu vel í Kanada. En við vitum að hann er sterkur andlega og lætur svona hluti ekki á sig fá. Hann mun halda haus og gæti vel orðið sá ökumaður sem vinnur fyrstur tvö mót í sumar." Button hefur átt í erfiðleikum með að finna jafnvægi í McLaren MP4-27 bílnum. Hann er vanalega sá ökuþór sem hefur besta stjórn á dekkjunum og fer vel með þau undir venjulegum kringumstæðum. Vandræði hans hafa þó gríðarleg áhrif á dekkin og í Kanada féll hann aftarlega í röðina vegna ofhitunar afturdekkjanna. Formúla Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Jenson Button, ökumaður McLaren í Formúlu 1, er full fær um að snúa við blaðinu eftir fjögur léleg úrslit úr síðustu mótum, að mati yfirmanna McLaren liðsins. Button hefur aðeins skorað eitt stig í síðustu fjórum mótum fyrir McLaren-liðið og er áttundi í heimsmeistarabaráttunni. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton, er efstur á blaði eftir sigurinn um helgina. Button hefur sagst vera hissa á slöku gengi í síðustu mótum eftir frábæra byrjun á tímabilinu þar sem hann vann í Ástralíu og varð annar í Kína. "Við höfum ekki langtíma áhyggur af gengi Buttons," sagði Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren, við veftímaritið Autosport. "Þessu fylgir bara pirringur og vonbrigði." "Jenson er frábær ökumaður og okkur tókst ekki að þjónusta hann nógu vel í Kanada. En við vitum að hann er sterkur andlega og lætur svona hluti ekki á sig fá. Hann mun halda haus og gæti vel orðið sá ökumaður sem vinnur fyrstur tvö mót í sumar." Button hefur átt í erfiðleikum með að finna jafnvægi í McLaren MP4-27 bílnum. Hann er vanalega sá ökuþór sem hefur besta stjórn á dekkjunum og fer vel með þau undir venjulegum kringumstæðum. Vandræði hans hafa þó gríðarleg áhrif á dekkin og í Kanada féll hann aftarlega í röðina vegna ofhitunar afturdekkjanna.
Formúla Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira