Útlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) hafa hrunið milli ára og skýrist það að mestu af ásókn fólks í óverðtryggð íbúðalán sem bankarnir bjóða upp á.
Í mánaðarskýrslu sjóðsins segir að heildarútlán námu rúmum milljarði króna í maí s.l. en þar af voru tæpar 900 milljónir króna vegna almennra lána. Til samanburðar námu almenn útlán í maí í fyrra tæpum 2,7 milljörðum króna.
Þá segir að alls hefur Íbúðalánasjóður veitt 488 almenn íbúðalán frá áramótum í samanburði við 950 lán á sama tímabili í fyrra.
Heildarvelta íbúðabréfa nam 58,2 milljörðum króna í maí samanborið við 18,6 milljarða í apríl 2012.
Greiðslur Íbúðalánasjóðs vegna húsbréfa og annarra skuldbindinga námu tæpum 670 milljónum króna í maí. Uppgreiðslur námu um 2,1 milljörðum króna.
Útlán Íbúðalánasjóðs hafa hrunið á milli ára

Mest lesið


Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin
Viðskipti innlent

Vara við eggjum í kleinuhringjum
Neytendur

Gengi Novo Nordisk steypist niður
Viðskipti erlent

Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum
Viðskipti innlent


Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar
Viðskipti innlent

Á ég að greiða inn á lánið eða spara?
Viðskipti innlent


Áróður erlendra vogunarsjóða tekinn á næsta stig
Viðskipti innlent