Erlent

Repúblikanar í Flórída reyna aftur að strika fólk af kjörskrá

Rick Scott ríkisstjóri í Flórída.
Rick Scott ríkisstjóri í Flórída.
Yfirvöld í Flórída í Bandaríkjunum eru aftur komin í sviðsljósið þar í landi vegna áforma um að strika fólk út af kjörskrá í ríkinu í stórum stíl.

Fjallað er um málið á CNN og þar segir að yfirvöld og þá aðallega ríkisstjórinn Rick Scott sem er Repúbikani hafi ekkert lært af klúðri sínu árið 2000 þegar þau stóðu fyrir svipuðum útstrikunum. Þá var aðallega um að ræða að blökkumenn sem töldust hliðhollir Demókrötum voru þurrkaðir út af kjörská ríkisins fyrir forsetakosningarnar það ár.

Áform Repúblikana í Flórída nú þykja jafnvel enn umdeildari en fyrir 12 árum en þau ganga út á að senda fólki bréf þar sem það er beðið um að sanna að það sé í raun bandarískir þegnar.

Einn þeirra sem fengið hefur slíkt bréf er hinn rúmlega nítíu ára gamli Bill Internicola fyrrverandi hermaður sem barðist í hinni sögufræga orrustu um Bastonge í árlok 1944 þegar nasistar reyndu sína síðustu sókn í stríðinu. Bill fékk bæði Bronsstjörnu bandaríska hersins og frönsku Chevalier Legion heiðursorðuna fyrir frammistöðu sína í þeim bardaga. Samt krefst ríkisstjórinn í Flórída þess að Bill sanni fyrir sér að hann sé bandarískur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×