Innlent

Kreppan beit mest á hátekjuhópa - áhrifin minni á lágtekjufólk

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra kynnir efni skýrslunnar.
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra kynnir efni skýrslunnar.
Ný úttekt sem Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands gerði að beiðni velferðarráðuneytisins á stöðu lágtekjuhópa í kreppunni og hvernig tekist hafi að ná markmiðum stjórnvalda um að milda áhrif kreppunnar meðal fólks með lágar og millitekju var kynnt í ráðuneytinu í dag. Úttektina unnu þeir Stefán Ólafsson prófessor og Arnaldur Sölvi Kristjánsson hagfræðingur. Niðurstöðurnar sýna að sú kjaraskerðing sem hlaust af hruninu var óvenju stór í sögulegu samhengi. „Umtalsverður árangur náðist þó í að milda áhrif kreppunnar á afkomu lægri og milli tekjuhópa, um leið og hlutfallslega meiri byrðar lögðust á hærri tekjuhópa.

Skýrslan, sem kynnt var blaðamönnum nýu fyrir hádegið, sýnir að ráðstöfunartekjur hátekjufólks rýrnuðu um 38 prósent á tímabilinu 2008 til 2010 á meðan að ráðstöfunartekjur lágtekjufólks rýrnuðu um níu prósent og ráðstöfunartekjur millitekjufólks um 14 prósent.

Meðalrýrnun ráðstöfunartekna heimilageirans, að meðtöldum áhrifum vegna aukinnar skuldabyrði var 27 prósent. En ef aðeins er litið á ráðstöfunartekjur fjölskyldna lækkaði kaupmáttur ráðstöfunarteknanna um 20 prósent að jafnaði.

„Ráðist var í verkefnið í samræmi við samþykkt ríkisstjórnarinnar um að fram færi óháð rannsókn á þessu efni.

Greiningin varpar meðal annars ljósi á kjaraskerðingu heimilanna vegna kreppunnar, þróun einkaneyslu, rýrnun ráðstöfunartekna ólíkra tekjuhópa, þróun á skattbyrði lágtekjuhópa og hátekjuhópa á liðnum árum og margt fleira. Einnig er sýndur samanburður á þessum þáttum við aðrar þjóðir," segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×