Erlent

Páfinn setur ofan í við bandarískar nunnur

Páfinn hefur falið þremur bandarískum biskupum að setja ofan í við stærstu samtök nunna í Bandaríkjunum þar sem samtökin hafi vikið um of frá réttum kennisetningum kaþólsku kirkjunnar.

Páfinn telur brýnt að taka í taumana þar sem samtökin, sem heita Landssamtök klausturkvenna, hafa gerst sekar um að efast um kenningar kirkjunnar um samkynhneigð, fóstureyðingar og prestvígslu kvenna.

Þá hafi þær einnig tekið upp ýmis róttæk stefnumál femínista og gert að sínum. Til samtakanna teljast 80% af öllum nunnum í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×