Enski boltinn

Hrikalegt klúður hjá Man. Utd

Sögulegt mark. Wayne Rooney jafnar hér George Best á markaskorunarlista Man. Utd. Hann skoraði aftur síðar í leiknum og er kominn fram úr Best.
Sögulegt mark. Wayne Rooney jafnar hér George Best á markaskorunarlista Man. Utd. Hann skoraði aftur síðar í leiknum og er kominn fram úr Best.
Manchester United missti niður tveggja marka forskot og varð að sætta sig við jafntefli, 4-4, gegn Everton í hreint ótrúlegum leik í dag. Forskot United á toppi deildarinnar er því sex stig en Man. City getur náð því niður í þrjú stig síðar í dag.

Það blés ekki byrlega fyrir United í upphafi þegar Jelavic skoraði enn eitt markið og kom þeim yfir. Taugar stuðningsmanna Man. Utd róuðust skömmu fyrir hlé er Wayne Rooney skallaði sendingu Nani í netið.

Man. Utd réð lögum og lofum í síðari hálfleik og Danny Welbeck kom þeim yfir með stórbrotnu marki. Nani skoraði þriðja markið skömmu síðar er hann lyfti boltanum smekklega yfir Tim Howard eftir laglegt samspil.

Leikmenn Everton neituðu að gefast upp og Fellaini minnkaði muninn með laglegu skoti í teignum og spenna á ný.

Wayne Rooney sá um að spennan stæði ekki lengi yfir er hann skoraði sitt annað mark og kom United í 4-2.

Með markinu komst hann fram úr George Best á markaskorunarlista Man. Utd og er nú fjórði markahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins. Hann er búinn að skora 180 mörk fyrir félagið.

Átta mínútum fyrir leikslok kom þó aftur spenna í leikinn er Jelavic minnkaði muninn á ný fyrir Everton. Ótrúleg seigla í þessu Everton-liði.

Tveim mínútum síðar náði Pienaar að jafna leikinn eftir að leikmenn Everton höfðu leikið vörn United grátt. 4-4 og enn fimm mínútur eftir.

Spennan á lokamínútunum var ótrúleg. United setti allt sitt lið í sókn en allt kom fyrir ekki.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×