Innlent

Staðfesta morðdóm yfir Naoui

Redouane Naoui.
Redouane Naoui.
Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Redouane Naoui, sem var dæmdur í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember á síðasta ári.

Hann stakk fórnarlamb sitt, Hilmar Þóri Ólafsson, í hálsinn á skemmtistaðnum Monte Carlo í júlí á síðasta ári, með þeim afleiðingum að hann lést af völdum áverkanna.

Naoui var verulega ölvaður þegar hann réðist á Hilmar. Hann sagði fyrir dómi að hann mundi ekkert eftir atburðinum og þekkti Hilmar lítið sem ekkert.

Naoui er einnig gert að greiða dóttur Hilmars þrjár milljónir króna í miskabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×