Erlent

Ætla að byggja dómkirkju úr pappa

Mynd/AP
Í bígerð er að byggja 25 metra háa dómkirkju í Nýsálensku borginni Christchurch en sú sem fyrir var í borginni eyðilagðist í jarðskjálftanum í fyrra. Nýja kirkjan verður 25 metrar á hæð og með sæti fyrir 700 manns.

Hún er þó aðeins til bráðabirgða og það sem meira er, hún verður byggð úr pappa. Hún er teiknuð af japönskum arkitekt og á að þjóna sóknarbörnum uns gamla kirkjan verður endurbyggð. Þrátt fyrir að vera úr pappa á kirkjan að standa í 20 ár og stenst allar byggingareglugerðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×