Erlent

Stúlkur í nunnubúningum fækkuðu fötum fyrir Berlusconi

Heldur hallar á Silvio Berlusconi fyrrum forsætisráðherra Ítalíu í réttarhöldum sem nú standa yfir í Mílanó. Hann er ákærður þar fyrir kynferðilegt samræði við stúlkur undir lögaldri.

Fyrirsætan Iman Fadil bar vitni í réttarhöldunum en Fadil er betur þekkt sem súludansmeyjan Ruby hjartaþjófur. Berlusconi á að hafa byrjað að borga fyrir kynlífsgreiða hennar þegar hún var aðeins 17 ára gömul.

Í vitnisburði Fadil í gærdag kom meðal annars fram að hún hafi verið viðstödd í nokkrum svokölluðum bunga bunga veislum á heimili forsætisráðherrans. Þar hafi ungar konur í nunnubúningum fækkað klæðum fyrir ráðherrann. Meðal þeirra nunnuklæddu sem Fadil nefndi fyrir réttinum er Nicole Minetti sem er núverandi borgarfulltrúi fyrir flokk Berlusconi í Mílanó.

Fram kemur í blaðinu Corriere della Sera að frá því að Berlusconi var ákærður í málinu hefur hann greitt hjartaþjófnum, borgarfulltrúanum og þriðju stúlkunni alls 21 milljón króna. Lögmaður Berlusconi segir að það sýni aðeins botnlaust örlæti ráðherrans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×