Erlent

Klámmyndastjarna lést eftir að hafa verið skotinn með rafbyssu

Klámmyndaleikarinn Marland Anderson, einnig þekktur sem Sledge Hammer, lést í Lost Angeles í Bandaríkjunum í gær eftir að hafa verið yfirbugaður af lögreglu.

Anderson fór í hjartastopp eftir að lögregluþjónar skutu hann með rafbyssu í síðustu viku. Talið er að lögreglumennirnir hafi óttast Anderson enda var hann tæpir tveir metrar á hæð, sterkbyggður og í annarlegu ástandi.

Tilkynning barst um sjálfsmorðstilraun á heimili Anderson á miðvikudaginn í síðustu viku og voru lögregluþjónar boðaðir á staðinn. Þá kom í ljós að unnusta Andersons hafði tilkynnt málið til lögreglu. Talið er að Anderson hafi ætlað að særa sjálfan sig með hníf sem hann hafði í hönd.

Lögreglumennirnir róuðu Anderson niður og var hann handjárnaður við sjúkrabörur. Anderson brást þá illa við og sleit sig lausan. Lögreglumennirnir skutu þá á Anderson með rafbyssum. Anderson fékk hjartaáfall í kjölfarið.

Anderson hafði verið í öndunarvél síðan þá. Læknar tjáðu móður hans að það væri útilokað að hann myndi komast aftur til meðvitundar. Það var því ákveðið að slökkva á öndunarvél hans í gær.

Anderson var gríðarlega vinsæll klámmyndaleikari og hafa kollegar hans vottað honum virðingu sína í dag - margir hverjir í gegnum samskiptavefinn Twitter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×