Erlent

Vændishneykslið í Kólombíu vindur upp á sig

Hneykslið í kringum vændiskaup liðsmanna bandarísku leyniþjónustunnar í Kólombíu heldur áfram að vinda upp á sig.

Nú er komið í ljós að alls voru 20 vændiskonur keyptar á hótelið af þeim 11 leyniþjónustumönnum sem vikið hefur verið úr störfum vegna málsins.

Leyniþjónustumennirnir áttu að gæta öryggis Baracks Obama Bandaríkjaforseta á toppfundi Ameríkuríkja sem haldinn var í Kólombíu nýlega. Obama hefur lýst reiði sinni vegna málsins en segist jafnframt styðja yfirmann leyniþjónustunnar.

Rannsókn sem hafin er á málinu á m.a. að kanna hvort leyniþjónustumennirnir hafi stefnt lífi forsetans í hættu með athæfi sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×