Erlent

Fordæma myndbirtingar á líkum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ein myndanna sem birt var.
Ein myndanna sem birt var.
Talíbanar í Afganistan hafa fordæmt myndbirtingar af bandarískum hermönnum sem stilltu sér upp fyrir myndatöku með lík af talíbönskum hermönnum. Talíbanarnir segja að myndirnar séu ómannúðlegar og heita hefnd vegna þeirra. Myndirnar sýna talíbana sem fórust í sjálfsmorðsárásum. Þær voru teknar fyrir tveimur árum en birtar í Los Angeles Times á miðvikudaginn. Á einni myndinni er bandarískur hermaður með lík og hendin á líkinu hvílir á öxl hermannsins. Leon Panetta, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur fordæmt myndirnar og segir að þeir sem beri ábyrgð verði látnir sæta refsingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×