Erlent

Eva Joly stal senunni

Jón Hákon Hallórsson skrifar
Eva Joly senuþjófur.
Eva Joly senuþjófur.
Eva Joly stal senunni í frönskum fjölmiðlum í gær, en hún er þessa dagana í kosningabaráttu fyrir frönsku forsetakosningarnar. Fyrsta umferð kosninganna fer fram á sunnudaginn. Joly bauð fjölmiðlamönnum í strætóferð um götur Parísar í gær. Í bíltúrnum ræddi hún allan þann óskunda sem hún telur að Nicholas Sarkozy, núverandi forseti, hafi gert í forsetatíð sinni.

Fyrst fór strætóinn framhjá stað í Neuilly, þar sem Sarkozy mun hafa keypt fasteign árið 1977 á 600 milljónir íslenskra króna. Joly segir að viðskiptin hafi verið vafasöm. Næst fór strætóin framhjá aðsetri Liliane Bettancourt, ríkustu konu Frakklands, sem ásökuð hefur verið um að hafa veitt Sarkozy ólöglegan fjárstyrk.

Rútuferðin í gær varð til þess að fjallað var um Joly í öllum fréttatímum í gærkvöld og fríblaðið Metro fjallaði um hana í dag. Að auki var viðtal við Joly í hinu þekkta blaði Le Monde á þriðjudaginn. Þar svaraði hún gagnrýni sem hún hefur fengið um að kosningabaráttan hjá henni hafi ekki verið nógu vel útfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×