Viðskipti innlent

Krónan orðin veikari en fyrir inngrip Seðlabankans

Gengi krónunnar er orðið veikara en það var þann 6. mars s.l. þegar Seðlabankinn ákvað að grípa inn í gjaldeyrismarkaðinn til að styrkja gengið.

Gengisvísitalan er komin í 229 stig og er það með orðin hærri en hún var fyrir þremur vikum síðan þegar Seðlabankinn seldi 12 milljónir evra eða sem svarar til rúmlega tveggja milljarða króna á gengi dagsins í dag. Evran kostar núna tæplega 169 krónur og dollarinn er kominn í rúmar 126 krónur.

Daginn sem Seðlabankinn beitti inngripum styrkst gengi krónunnar um rúmt prósent. Sú styrking er horfin.

Athygli vekur að síðan þessum inngripum var beitt hafa gjaldeyrishöftin verið hert að mun. Það virðist lítil sem engin áhrif hafa haft til styrkingar á gengi krónunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×