Viðskipti innlent

Gera ráð fyrir mikilli verðbólgu og hækkun stýrivaxta

Íslenskir markaðsaðilar gera ráð fyrir að verðbólgan verði áfram mikil næstu tvö árin og að stýrivextir Seðlabankans verði hækkaðir talsvert á þessu ári.

Þetta kemur fram í könnun sem bankinn hefur gert meðal 27 markaðsaðila. Fram kemur að þeir gera ráð fyrir að verðbólgan verði 5% eftir tólf mánuði og 4,7% eftir tvö ár.

Þá vænta markaðsaðilar þess að stýrivextir Seðlabanka Íslands hækki um 0,75 prósentur það sem eftir lifir ársins og um 0,25 prósentur til viðbótar á fyrsta fjórðungi næsta árs. Samkvæmt þessu yrðu stýrivextir Seðlabanka Íslands um 5,75% í lok mars 2013 en þeir eru nú 4,75%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×