Viðskipti innlent

Íslandsbanki gefur aftur út sértryggð skuldabréf

Íslandsbanki hefur gefið út tvo nýja flokka sértryggðra skuldabréfa í Kauphöllinni. Íslandsbanki gaf út slík bréf í desember s.l. og var fyrsta fjármálafyrirtækið síðan í nóvember 2008 til að gera slíkt.

Í tilkynningu segir að um sé að ræða tvær verðtryggðar útgáfur sértryggðra skuldabréfa. Annars vegar 7 ára flokk að upphæð 1,8 milljarða kr. á ávöxtunarkröfunni 2,84%, og hins vegar 12 ára flokk að upphæð 1,5 milljarðar kr. á ávöxtunarkröfunni 3,45%.

Bréfin verða tekin til viðskipta í íslensku kauphöllinni þann 7 mars næstkomandi.

Bréfin voru seld til breiðs hóps fagfjárfesta. Heildareftirspurnin var rétt tæpir 5 milljarðar kr. en 67% tilboða var tekið. Engin tilboð voru samþykkt í óverðtryggðan flokk til 3 ára. Viðskiptavakt fyrir alla flokka sértryggðra skuldabréfa Íslandsbanka er á vegum MP banka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×