Viðskipti innlent

Hagar eina fyrirtækið sem lækkaði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hagar var eina fyrirtækið í Kauphöll Íslands sem lækkaði í dag.
Hagar var eina fyrirtækið í Kauphöll Íslands sem lækkaði í dag.
Það var heldur þungt yfir mörkuðum vestanhafs í dag. Allar helstu hlutabréfavísitölur í kauphöllinni á Wall Street lækkuðu. Nasdaq lækkaði til dæmis um 0,43%, S&P um 0,32% og Dow um 0,27%.

Ástandið var litlu skárra í Evrópu. Franska CAC 40 vísitalan hækkaði reyndar um 0,04%, en á Bretlandi lækkaði FTSE 100 vísitalan um 0,34% og í Þýskalandi lækkaði DAX vísitalan um 0,29%.

Íslenska úrvalsvísitalan hækkaði svo um 1,18%, eins og sjá má í markaðsupplýsingum Keldunnar á viðskiptavef Vísis. Reyndar hækkuðu bréf í öllum félögunum sem skráð eru í Kauphöll Íslands nema í Högum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×