Viðskipti innlent

Strætó skilaði 184 milljóna hagnaði í fyrra

Hagnaður Strætó bs. á síðasta ári nam um 184 milljónum króna en til samanburðar var hagnaðurinn um 340 milljónir kr. árið 2010.

Eigið fé samlagsins hefur aukist milli ára úr 188 milljónum kr. í 522 milljónir kr. Í tilkynningu segir að þetta sé í annað sinn frá árinu 2004 sem eigið fé Strætó bs. er jákvætt, og er árangur af markvissri vinnu sem staðið hefur frá árinu 2007 við að koma rekstri Strætó á réttan kjöl eftir mikinn hallarekstur árin á undan. Það verkefni hefur því gengið eftir með miklu aðhaldi í rekstri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×