Viðskipti innlent

Dr. Katrín Ólafsdóttir skipuð í peningastefnunefnd

Efnahags- og viðskiptaráðherra hefur skipað Dr. Katrínu Ólafsdóttur, lektor við Háskólann í Reykjavík, fulltrúa í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.

Katrín er lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Hún starfaði áður sem hagfræðingur hjá greiningardeild Landsbanka Íslands 2002-2003, forstöðumaður þjóðhagsspár hjá Þjóðhagsstofnun 1999-2002 og sem sérfræðingur á efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins 1991-1998.

Katrín lauk doktorsprófi í vinnumarkaðshagfræði frá Cornell háskóla í New York árið 2009. Áður hafði hún lokið meistaranámi í hagfræði við sama skóla og AB gráðu í hagfræði við Occidental College í Los Angeles, að því er segir í tilkynningu um skipunina.

Katrín tekur við stöðu Anne Sibert sem látið hefur af störfum sem meðlimur nefndarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×