Viðskipti innlent

SA jafnar kynjahlutfall í stjórnum lífeyrissjóða

Samtök atvinnulífsins (SA) hafa tilnefnt 14 stjórnarmenn til setu í stjórnum átta lífeyrissjóða til næstu tveggja ára. Af þeim eru 10 konur eða rúmlega 71%.

Á vefsíðu samtakanna segir að þau hafi á undanförnum árum unnið markvisst að því að jafna kynjahlutföll í stjórnum þeirra lífeyrissjóða sem SA tilnefna stjórnarmenn í og munu konur því skipa 44% sæta SA að loknum aðalfundum sjóðanna í vor.

Aðeins vantar 1-2 konur í viðbót til að alveg jafnt kynjahlutfall náist meðal 25 fulltrúa Samtaka atvinnulífsins í stjórnum sjóðanna. Það mun nást á næsta ári þegar 10 sæti koma til tilnefningar og lokaskrefið verður stigið til að jafna hlut kynjanna. Þá verða konur 12 eða 13 af 25 stjórnarmönnum SA, þ.e. annað hvort 48% eða 52%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×