Viðskipti innlent

Nýr framkvæmdastjóri hjá Fjarðaáli

Ingólfur Þór Ágústsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri kerskálaþjónustu Fjarðaáls. Hann mun stjórna starfsemi skautsmiðjunnar og leiða starf þeirra sem vinna að umhverfistæknimálum álversins.

Í tilkynningu segir að Ingólfur muni einnig hafa yfirumsjón með starfsemi í nýju kersmiðjunni, sem tekur til starfa í apríl, þar sem kerhreinsun og endurfóðrun mun fara fram.

Ingólfur hefur starfað hjá Fjarðaáli frá 1. febrúar 2009, fyrst sem verkfræðingur í tækniteymi kerskála og síðar ferliseigandi í kerskála. Hann hefur einnig verið formaður frammistöðuávinningsnefndar.

Ingólfur er fæddur árið 1975. Hann er með B.Sc. próf véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. próf í aðgerðarannsóknum frá Georgia Institute of Technology í Bandaríkjunum. Ingólfur er kvæntur Kristínu Gestsdóttur og eiga þau eina dóttur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×