Viðskipti innlent

Stjórn FME fundar enn

Fundur Fjármálaeftirlitsins stendur enn yfir en stjórnin boðaði til fundarins síðdegis í dag til þess að ræða málefni Gunnars Þ. Andersen, forstjóra FME. Honum var sagt upp á föstudagskvöldinu vegna álits sem Ástráður Haraldsson, hrl., og Ásbjörn Björnsson, endurskoðandi, unnu um störf Gunnars.

Gunnar hefur krafist lengri frest til að andmæla fyrirhugaðri uppsögn stjórnar FME. Hann segir ennfremur í svarbréfi sínu, sem var birt í fjölmiðlum í dag, að hann vilji ítarlegri gögn sem stuðst var við í áliti Ástráðs og Ásbjarnar.

Ekki er ljóst hvenær fundinum lýkur í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×