Viðskipti innlent

Hagnaður Eyrir Invest var 163 milljónir í fyrra

Fjárfestingarfélagið Eyrir Invest skilaði hagnaði upp á eina milljón evra eða um 163 milljónum króna á síðasta ári. Þetta er umtalsvert minni hagnaður en árið á undan þegar hann nam 52 milljónum evra.

Í tilkynningu um uppgjörið segir að lykileignir Eyris eru 36% eignarhlutur í Marel og 17% eignarhlutur í Stork BV sem á og rekur Stork Technical Services og Fokker Technologies.

Að auki fjárfestir Eyrir í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum í gegnum Eyrir sprotar sem leggur megináherslu á að styðja efnileg útflutningsfyrirtæki til vaxtar og virðissköpunar.

Heildareignir Eyrir Invest um síðustu áramót námu 395 milljónum evra og eiginfjárhlutfall félagsins var 51%.

"Árið 2011 var viðburðarríkt hjá Eyri þar sem hæst ber framúrskarandi árangur Marel, vel heppnuð kaup Stork Technical Services á RBG og stofnun Eyris sprota samhliða hlutafjáraukningu undir árslok," Árni Oddur Þórðarson, forstjóri félagsins.

„Eyrir skilar lítilsháttar hagnaði á síðastliðnu ári sem er viðunandi í krefjandi árferði á alþjóðamörkuðum. Fyrirtæki okkar hafa styrkt samkeppnisstöðu sína með öflugri nýsköpun og sókn á ný markaðssvæði. Á heildina litið erum við bjartsýn í upphafi árs 2012."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×