Viðskipti innlent

Nefnd frá AGS stödd hér á landi

Sendinefnd á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er nú stödd hér á landi og mun á næstu tíu dögum funda með íslenskum ráðamönnum og meta stöðu efnahagsmála hér á landi.

Á fundunum verður innlend og erlend áhætta við stöðugleika hér á landi metin og AGS gefur ráðleggingar í stefnumótun. Íslenska ríkið lauk samstarfi með AGS á síðasta ári en í tilkynningu frá Franek Rozwadowski, sendifulltrúa AGS á Íslandi segir að ríki séu áfram undir eftirliti sjóðsins á meðan þau skulda sjóðnum meira en tvö hundruð prósent af þeim kvóta sem þau eiga hjá honum.

Þar af leiðandi komi sendinefndir í eftilitsferðir um það bil tvisvar á ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×