Viðskipti innlent

Báðu FME þrisvar um að endurreikna áhrif - samt illa undirbúnir

Formaður efnahags og viðskiptanefndar bað fjármálaeftirlitið í þrígang að reikna út áhrif gengislánadóms Hæstaréttar áður en hann féll á miðvikudag. Þrátt fyrir það virðist eftirlitið illa undirbúið undir niðurstöðuna.

Það var Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sem óskaði eftir þessu. Fyrst í janúar og svo ítrekaði hann beiðni sína tvisvar. Á föstudaginn, daginn eftir að gengislánadómurinn féll í Hæstarétti, mættu svo fulltrúar FME á fund nefndarinnar og er ekki annað að heyra á nefndarmönnum en að upplýsingarnar frá FME hafi verið heldur rýrar í roðinu. Eingöngu var talað um tugmilljarða tjón fyrir bankana en að öðru leiti var byggt á gömlum sviðsmyndum, sem reiknaðar höfðu verið fyrir fyrri gengsilánadóminn 2010.

Efnahags- og viðskiptaráðherra upplýsti í dag að hann hefði fundaði með stjórn FME um mál Gunnars Þ. Andersen í síðustu viku. Spurður um fund með Steingrímur J. Sigfússyni og hvort starfslok Gunnars hefðu verið rædd svaraði Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins: „Við ræddum stöðuna á hæfismati og mögulegar aðstæður sem kynnu að koma upp. Helst vildum við leysa málið í fullri sátt við málsaðila."

Aðalsteinn bætti svo við að ákvörðun stjórnar FME væri eingöngu ákvörðun stjórnarinnar og þar komi stjórnmál engu við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×