Viðskipti innlent

Um 80 prósent af aflaverðmæti rakið til vinnslu á landsbyggðinni

Tæplega 80 prósent af aflaverðmæti sjávarútvegs á fyrstu ellefu mánuðum ársins í fyrra má rekja til fiskvinnslu á landsbyggðinni. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofu Íslands, en heildarverðmæti sjávarafurða námu 143 milljörðum króna í fyrra, eins og greint var frá fyrr í dag. Það er 18,3 milljörðum meira en á sama tímibili árið 2010.

Á vefsíðu Hagstofunnar er sérstaklega saman tekið að hvernig aflaverðmætin skiptast niður eftir staðsetningu verkunnarstaðar.

Þar kemur fram að um 28 milljarða verðmæti fóru í gegnum landsvinnslu á höfuðborgarsvæðinu, 24 milljarðar á Suðurnesjunum, 6,5 milljarðar á Vesturlandi, 7,3 á Vestfirði, 9,4 milljarðar á NV-landi, 23 milljarðar á NA-landi, 19,5 milljarðar á Austurlandi og 33 milljarðar á Suðurlandi. Þá eru 6,3 milljarðar færðir undir lið sem nefnist útlönd, en þ.e. þegar aflinn kemur ekki til vinnslu í landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×