Hreiðar Már, Sigurður, Magnús og Ólafur ákærðir Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. febrúar 2012 09:31 Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson er taldir hafa skipulagt Al-Thani fléttuna, en báðir eru ákærðir fyrir umboðssvik og þeir Ólafur og Magnús fyrir hlutdeild í brotum þeirra. Þá eru allir fjórir ákærðir fyrir markaðsmisnotkun. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg og Ólafur Ólafsson, sem var annar stærsti hluthafi bankans í gegnum fyrirtæki sín, eru hinir ákærðu í Al-Thani málinu. Hreiðar Már og Sigurður eru ákærðir fyrir umboðssvik, Magnús fyrir hlutdeild í umboðssvikum, Ólafur fyrir hlutdeild í umboðssvikum en til vara hylmingu og peningaþvætti. Síðan eru þeir allir fjórir ákærðir fyrir markaðsmisnotkun í nokkrum liðum. Málið snýst um lánveitingar Kaupþings banka til sjeik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani, bróðir emírsins af Katar, vegna kaupa hans á hlutabréfum í Kaupþingi sem tilkynnt voru 22. september 2008. Ákært er fyrir markaðsmisnotkun fyrir að hafa „ranglega látið líta út að þekktur fjárfestir frá Katar hefði lagt fé til að kaupa á 5,01% hlutafjár í Kaupþingi og borið á þeim fulla markaðsáhættu." Sigurður og Hreiðar eru taldir hafa skipulagt brotin og eru þeir Ólafur og Magnús ákærðir fyrir hlutdeild í brotum þeirra. Nafn Magnúsar hefur ekki verið sérstaklega nefnt áður í þessu samhengi, en hann tók við gögnum sem unnin voru á Íslandi. Þá fór hann til Katar til að hitta sjeikinn. Það var hins vegar Hreiðar Már sem samþykkti allar lánveitingarnar án þess að hafa til þess formlegt samþykki lánanefndar, en um var að ræða þrjú aðgreind lán. Þá er Sigurður Einarsson ákærður fyrir umboðssvik fyrir að hafa farið út fyrir heimildir sínar, sem stjórnarformaður Kaupþings, til lánveitinga. Ólafur er ákærður aðallega fyrir hlutdeild í umboðssvikum, en til vara fyrir hylmingu og peningaþvætti, og er hann sá eini þeirra sem er ákærður fyrir síðastgreindu brotin. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er stefnt að því að þingfesta ákæruna 7. mars næstkomandi. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Ákært í Al-Thani málinu Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru í hinu svokallaða Al-Thani máli, sem snýr að kaupum á 5 prósent hlut í Kaupþingi seinni part september mánaðar 2008, rúmum tveimur vikum fyrir hrun bankanna. 22. febrúar 2012 08:57 Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg og Ólafur Ólafsson, sem var annar stærsti hluthafi bankans í gegnum fyrirtæki sín, eru hinir ákærðu í Al-Thani málinu. Hreiðar Már og Sigurður eru ákærðir fyrir umboðssvik, Magnús fyrir hlutdeild í umboðssvikum, Ólafur fyrir hlutdeild í umboðssvikum en til vara hylmingu og peningaþvætti. Síðan eru þeir allir fjórir ákærðir fyrir markaðsmisnotkun í nokkrum liðum. Málið snýst um lánveitingar Kaupþings banka til sjeik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani, bróðir emírsins af Katar, vegna kaupa hans á hlutabréfum í Kaupþingi sem tilkynnt voru 22. september 2008. Ákært er fyrir markaðsmisnotkun fyrir að hafa „ranglega látið líta út að þekktur fjárfestir frá Katar hefði lagt fé til að kaupa á 5,01% hlutafjár í Kaupþingi og borið á þeim fulla markaðsáhættu." Sigurður og Hreiðar eru taldir hafa skipulagt brotin og eru þeir Ólafur og Magnús ákærðir fyrir hlutdeild í brotum þeirra. Nafn Magnúsar hefur ekki verið sérstaklega nefnt áður í þessu samhengi, en hann tók við gögnum sem unnin voru á Íslandi. Þá fór hann til Katar til að hitta sjeikinn. Það var hins vegar Hreiðar Már sem samþykkti allar lánveitingarnar án þess að hafa til þess formlegt samþykki lánanefndar, en um var að ræða þrjú aðgreind lán. Þá er Sigurður Einarsson ákærður fyrir umboðssvik fyrir að hafa farið út fyrir heimildir sínar, sem stjórnarformaður Kaupþings, til lánveitinga. Ólafur er ákærður aðallega fyrir hlutdeild í umboðssvikum, en til vara fyrir hylmingu og peningaþvætti, og er hann sá eini þeirra sem er ákærður fyrir síðastgreindu brotin. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er stefnt að því að þingfesta ákæruna 7. mars næstkomandi. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Ákært í Al-Thani málinu Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru í hinu svokallaða Al-Thani máli, sem snýr að kaupum á 5 prósent hlut í Kaupþingi seinni part september mánaðar 2008, rúmum tveimur vikum fyrir hrun bankanna. 22. febrúar 2012 08:57 Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Sjá meira
Ákært í Al-Thani málinu Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru í hinu svokallaða Al-Thani máli, sem snýr að kaupum á 5 prósent hlut í Kaupþingi seinni part september mánaðar 2008, rúmum tveimur vikum fyrir hrun bankanna. 22. febrúar 2012 08:57