Hreiðar Már, Sigurður, Magnús og Ólafur ákærðir Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. febrúar 2012 09:31 Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson er taldir hafa skipulagt Al-Thani fléttuna, en báðir eru ákærðir fyrir umboðssvik og þeir Ólafur og Magnús fyrir hlutdeild í brotum þeirra. Þá eru allir fjórir ákærðir fyrir markaðsmisnotkun. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg og Ólafur Ólafsson, sem var annar stærsti hluthafi bankans í gegnum fyrirtæki sín, eru hinir ákærðu í Al-Thani málinu. Hreiðar Már og Sigurður eru ákærðir fyrir umboðssvik, Magnús fyrir hlutdeild í umboðssvikum, Ólafur fyrir hlutdeild í umboðssvikum en til vara hylmingu og peningaþvætti. Síðan eru þeir allir fjórir ákærðir fyrir markaðsmisnotkun í nokkrum liðum. Málið snýst um lánveitingar Kaupþings banka til sjeik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani, bróðir emírsins af Katar, vegna kaupa hans á hlutabréfum í Kaupþingi sem tilkynnt voru 22. september 2008. Ákært er fyrir markaðsmisnotkun fyrir að hafa „ranglega látið líta út að þekktur fjárfestir frá Katar hefði lagt fé til að kaupa á 5,01% hlutafjár í Kaupþingi og borið á þeim fulla markaðsáhættu." Sigurður og Hreiðar eru taldir hafa skipulagt brotin og eru þeir Ólafur og Magnús ákærðir fyrir hlutdeild í brotum þeirra. Nafn Magnúsar hefur ekki verið sérstaklega nefnt áður í þessu samhengi, en hann tók við gögnum sem unnin voru á Íslandi. Þá fór hann til Katar til að hitta sjeikinn. Það var hins vegar Hreiðar Már sem samþykkti allar lánveitingarnar án þess að hafa til þess formlegt samþykki lánanefndar, en um var að ræða þrjú aðgreind lán. Þá er Sigurður Einarsson ákærður fyrir umboðssvik fyrir að hafa farið út fyrir heimildir sínar, sem stjórnarformaður Kaupþings, til lánveitinga. Ólafur er ákærður aðallega fyrir hlutdeild í umboðssvikum, en til vara fyrir hylmingu og peningaþvætti, og er hann sá eini þeirra sem er ákærður fyrir síðastgreindu brotin. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er stefnt að því að þingfesta ákæruna 7. mars næstkomandi. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Ákært í Al-Thani málinu Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru í hinu svokallaða Al-Thani máli, sem snýr að kaupum á 5 prósent hlut í Kaupþingi seinni part september mánaðar 2008, rúmum tveimur vikum fyrir hrun bankanna. 22. febrúar 2012 08:57 Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg og Ólafur Ólafsson, sem var annar stærsti hluthafi bankans í gegnum fyrirtæki sín, eru hinir ákærðu í Al-Thani málinu. Hreiðar Már og Sigurður eru ákærðir fyrir umboðssvik, Magnús fyrir hlutdeild í umboðssvikum, Ólafur fyrir hlutdeild í umboðssvikum en til vara hylmingu og peningaþvætti. Síðan eru þeir allir fjórir ákærðir fyrir markaðsmisnotkun í nokkrum liðum. Málið snýst um lánveitingar Kaupþings banka til sjeik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani, bróðir emírsins af Katar, vegna kaupa hans á hlutabréfum í Kaupþingi sem tilkynnt voru 22. september 2008. Ákært er fyrir markaðsmisnotkun fyrir að hafa „ranglega látið líta út að þekktur fjárfestir frá Katar hefði lagt fé til að kaupa á 5,01% hlutafjár í Kaupþingi og borið á þeim fulla markaðsáhættu." Sigurður og Hreiðar eru taldir hafa skipulagt brotin og eru þeir Ólafur og Magnús ákærðir fyrir hlutdeild í brotum þeirra. Nafn Magnúsar hefur ekki verið sérstaklega nefnt áður í þessu samhengi, en hann tók við gögnum sem unnin voru á Íslandi. Þá fór hann til Katar til að hitta sjeikinn. Það var hins vegar Hreiðar Már sem samþykkti allar lánveitingarnar án þess að hafa til þess formlegt samþykki lánanefndar, en um var að ræða þrjú aðgreind lán. Þá er Sigurður Einarsson ákærður fyrir umboðssvik fyrir að hafa farið út fyrir heimildir sínar, sem stjórnarformaður Kaupþings, til lánveitinga. Ólafur er ákærður aðallega fyrir hlutdeild í umboðssvikum, en til vara fyrir hylmingu og peningaþvætti, og er hann sá eini þeirra sem er ákærður fyrir síðastgreindu brotin. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er stefnt að því að þingfesta ákæruna 7. mars næstkomandi. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Ákært í Al-Thani málinu Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru í hinu svokallaða Al-Thani máli, sem snýr að kaupum á 5 prósent hlut í Kaupþingi seinni part september mánaðar 2008, rúmum tveimur vikum fyrir hrun bankanna. 22. febrúar 2012 08:57 Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Ákært í Al-Thani málinu Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru í hinu svokallaða Al-Thani máli, sem snýr að kaupum á 5 prósent hlut í Kaupþingi seinni part september mánaðar 2008, rúmum tveimur vikum fyrir hrun bankanna. 22. febrúar 2012 08:57