Viðskipti innlent

Skuldabréf Arion tekin til viðskipta í Kauphöllinni

Sértryggð skuldabréf Arion banka, Arion CBI 34, voru tekin til viðskipta á skuldabréfamarkaði Kauphallarinnar í dag. Stærð flokksins er 2,5 milljarðar króna.

Í tilkynningu segir að skuldabréfalokkurinn ásamt sértryggða skuldabréfaprógramminu sem hann er gefinn út undir, hefur verið skráður í kauphöllinni í Lúxemborg.

Eins og fram kom í tilkynningu bankans fyrr í vikunni lauk þessu fyrsta skuldabréfaútboði Arion banka síðastliðinn föstudag og var umframeftirspurn ríflega þreföld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×