Lífið

10cc stilla upp í tónleikana

10cc.
10cc.
Miðasala hefst á hádegi í dag fyrir tónleika bresku hljómsveitarinnar 10cc á midi.is. Hljómsveitin heldur tónleika í Háskólabíói þann 21. apríl næstkomandi.

Þótt hljómsveitin sé orðin 40 ára gömul segir Guðbjartur Finnbjörnsson, sem flytur hljómsveitina inn, að hljómsveitarmeðlimir hafi engu gleymt. „Ég er búinn að vera að fylgjast með þeim og þeir eru að fá rosalega góða dóma fyrir hljómleikana, til dæmis á síðasta ári," segir Guðbjartur.

Hljómsveitin er ábyggilega frægust fyrir lögin I´m Not In Love og The Things We Do For Love og ætlar að flytja þau og önnur þekkt lög sín á tónleikunum.

Smelltu á þennan hlekk til að sjá eitt þekktasta lag 10cc.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.