Viðskipti innlent

Skuldabréfaáætlun Arion banka upp á einn milljarð evra

Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka.
Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka.
Rammaáætlun Arion banka um útgáfu á sértryggðum skuldabréfum, sem bankinn vann með Barclays Capital, er upp á einn milljarð evra, að því er fram kemur í Financial Times í dag. Þetta þýðir ekki að bankinn ætli sér að gefa út sértryggð skuldabréf upp á fyrrnefnda upphæð, heldur er nú rammaáætlun fyrir hendi sem auðveldar bankanum að taka frekari skref þegar kemur að skuldabréfaútgáfu.

Arion banki réðst á dögunum í útgáfu á sértryggðum skuldabréfaflokki upp á 2,5 milljarða króna var hann tekinn til viðskipta í Kauphöll Íslands . Um var að ræða verðtryggð bréf með 3,6 prósent vöxtum til ársins 2034, að því er segir í frétt FT. Fram hefur komið að mikill áhugi var á skuldabréfaútgáfunni en eftirspurn eftir útgáfunni var ríflega þreföld.

Alþjóðleg rammáætlun um skuldabréfaútgáfu sem þessa er sú fyrsta sem íslenskur banki setur á laggirnar frá því fyrir hrun bankanna, að því er segir í frétt FT.

Flokkurinn ásamt rammáætluninni sem hann er gefinn út undir, hafa verið skráð í kauphöllinni í Lúxemborg.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×