Viðskipti innlent

Segir almennar afskriftir afar ómarkvissar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans.
Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans.
Almenn skuldaniðurfelling til allra er afar ómarkviss aðgerð þar stór hluti hennar myndi helst nýtast þeim sem þurfa lítið á henni að halda. Þetta segir Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag.

Þórarinn segir að slík aðgerð yrði einnig mjög kostnaðarsöm og þann kostnað þyrftu íslenskir skattgreiðendur að bera með einum eða öðrum hætti. Að láta sem svo sé ekki er bæði villandi og óábyrgt.

En Þórarinn segir jafnframt að þótt skuldir innlendra heimila og fyrirtækja hafi lækkað töluvert undanfarin tvö ár séu þau enn mjög skuldsett og margir búi við erfiða skuldastöðu. Úrlausn skuldamála þeirra sé því brýn.

Þórarinn segir að Íbúðalánasjóður og Landsbankinn myndu bera stærstan kostnað af afskriftum lána. Afgangurinn myndi lenda á innlendum lífeyrissjóðum og erlendum eigendum annarra lánastofnana. Ekki sé úttilokað að hluti afgangsins, eða jafnvel allt, myndi á endanum lenda á skattgreiðendum þar sem þessir aðilar reyni að sækja sér fébætur frá hinu opinbera fyrir dómstólum.


Tengdar fréttir

Er hægt að færa niður skuldir almennings án þess að nokkur beri kostnaðinn?

Kröfur um almenna niðurfellingu skulda eru háværar og reglulega koma ýmsir fram sem telja sig hafa fundið leið til að gera það án þess að nokkur beri af því kostnað. Svo er ekki: á endanum þarf einhver að bera kostnað af slíkum afskriftum og það eru líklega að stærstum hluta íslenskir skattgreiðendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×