Olía aldrei dýrari fyrir Íslendinga Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. febrúar 2012 11:08 Það er 20 krónum dýrara að fylla tankinn nú en var um áramót. Olíuverð á heimsmarkaði hefur ekki verið hærra í krónum talið en það er um þessar mundir. Olíuverð hefur hækkað nokkuð það sem af er morgni. Tunna af Brent-olíu kostaði tæpa nú 124 dali klukkan níu í morgun og hefur ekki verið dýrari í tæpa 10 mánuði, eftir því sem kemur fram í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka. Greining segir að vaxandi spenna á milli Írans og vesturveldanna sem hækki olíuverð að þessu sinni, sem aftur megi rekja til þeirrar ákvörðunar Evrópusambandsins seint í janúar síðastliðnum að leggja bann á innflutning á olíu frá Íran frá og með næsta sumri. Tunnan af Brent-olíu hafi hækkað um 14% frá þeim tíma. Aðrir stórir kaupendur olíu frá Íran, t.d. Japan og Kína, hafi einnig áform um að snúa sér annað með hluta olíukaupa sinna, sem auki við verðþrýstinginn á Brent-olíuna. Miðað við núverandi gengi bandaríkjadals gagnvart krónunni kostar Brent-olía nú um 15.400 krónur hver tunna á erlendum markaði, segir í Morgunkorni Íslandsbanka. Til samanburðar hafi verðið í krónum verið rúmlega 13.200 krónur á tunnuna um síðustu áramót, og um áramótin 2010/2011 hafi hún verið á rúmlega 10.800 krónur. Jafngildi þetta því að tunnan hafi hækkað um rúm 16% frá ármótum í krónum talið og um 42% frá áramótunum þar á undan. Sé því ekki að undra að verð á eldsneyti hafi hækkað hér á landi.Bensínverð rúmum 20 krónum hærra en um áramót Algengt verð á lítra af 95 oktana bensíni í sjálfsafgreiðslu er nú 252,9 kr. en var 229,9 kr. um síðustu áramót og um áramótin 2010/2011 var verðið á 208,2 krónur. Hefur því hækkunin verið minni á verði á bensínlítranum en sé tekið mið af tunnunni af Brent-olíu. Ýmsar skýringar kunna að vera á þessu. Þannig fylgist verð á hráolíu og unnum afurðum ekki alltaf nákvæmlega að til skemmri tíma litið, auk þess sem hluti opinberrar álagningar á eldsneyti hér á landi felst í krónugjöldum sem ekki hækka í hlutfalli við hækkun innkaupsverðs. Þar sem eldsneyti vegur tæplega 6% af vísitölu neysluverðs hefur þessi þróun sett sitt mark á verðbólguþróun hér landi. Greining Íslandsbanka segir að eldsneytishækkunin ein og sér hafi hækkað vísitölu neysluverðs um 0,3% í janúarmánuði, á sama tíma og vísitala neysluverðs hafi í heild hækkað um 0,29%. Vísitalan hefði því verið óbreytt í janúar ef eldsneytishækkunin hefði ekki komið til. Séu þá ótalin þau óbeinu áhrif sem skapist af hærri flutnings- og framleiðslukostnaði. Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Sjá meira
Olíuverð á heimsmarkaði hefur ekki verið hærra í krónum talið en það er um þessar mundir. Olíuverð hefur hækkað nokkuð það sem af er morgni. Tunna af Brent-olíu kostaði tæpa nú 124 dali klukkan níu í morgun og hefur ekki verið dýrari í tæpa 10 mánuði, eftir því sem kemur fram í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka. Greining segir að vaxandi spenna á milli Írans og vesturveldanna sem hækki olíuverð að þessu sinni, sem aftur megi rekja til þeirrar ákvörðunar Evrópusambandsins seint í janúar síðastliðnum að leggja bann á innflutning á olíu frá Íran frá og með næsta sumri. Tunnan af Brent-olíu hafi hækkað um 14% frá þeim tíma. Aðrir stórir kaupendur olíu frá Íran, t.d. Japan og Kína, hafi einnig áform um að snúa sér annað með hluta olíukaupa sinna, sem auki við verðþrýstinginn á Brent-olíuna. Miðað við núverandi gengi bandaríkjadals gagnvart krónunni kostar Brent-olía nú um 15.400 krónur hver tunna á erlendum markaði, segir í Morgunkorni Íslandsbanka. Til samanburðar hafi verðið í krónum verið rúmlega 13.200 krónur á tunnuna um síðustu áramót, og um áramótin 2010/2011 hafi hún verið á rúmlega 10.800 krónur. Jafngildi þetta því að tunnan hafi hækkað um rúm 16% frá ármótum í krónum talið og um 42% frá áramótunum þar á undan. Sé því ekki að undra að verð á eldsneyti hafi hækkað hér á landi.Bensínverð rúmum 20 krónum hærra en um áramót Algengt verð á lítra af 95 oktana bensíni í sjálfsafgreiðslu er nú 252,9 kr. en var 229,9 kr. um síðustu áramót og um áramótin 2010/2011 var verðið á 208,2 krónur. Hefur því hækkunin verið minni á verði á bensínlítranum en sé tekið mið af tunnunni af Brent-olíu. Ýmsar skýringar kunna að vera á þessu. Þannig fylgist verð á hráolíu og unnum afurðum ekki alltaf nákvæmlega að til skemmri tíma litið, auk þess sem hluti opinberrar álagningar á eldsneyti hér á landi felst í krónugjöldum sem ekki hækka í hlutfalli við hækkun innkaupsverðs. Þar sem eldsneyti vegur tæplega 6% af vísitölu neysluverðs hefur þessi þróun sett sitt mark á verðbólguþróun hér landi. Greining Íslandsbanka segir að eldsneytishækkunin ein og sér hafi hækkað vísitölu neysluverðs um 0,3% í janúarmánuði, á sama tíma og vísitala neysluverðs hafi í heild hækkað um 0,29%. Vísitalan hefði því verið óbreytt í janúar ef eldsneytishækkunin hefði ekki komið til. Séu þá ótalin þau óbeinu áhrif sem skapist af hærri flutnings- og framleiðslukostnaði.
Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Sjá meira