Innlent

Málið afgreitt úr nefnd í næstu viku

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Valgerður Bjarnadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Valgerður Bjarnadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis, segir að þingsályktun Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að fella niður málshöfðun á hendur Geir Haarde verði afgreidd út úr nefnd í næstu viku. Bjarni Benediktsson og Birgir Ármannsson, flokksbróðir hans, vöktu athygli á málinu á Alþingi í dag. Birgir sagði að í þingsköpum væru úrræði til að fá málið á dagskrá Alþingis jafnvel þótt ekki væri meirihluti fyrir því í nefndinni að afgreiða það. Saksóknari Alþingis sagði í Morgunblaðinu í dag að hann vonaðist til þess að niðurstaða fengist í málið áður en aðalmeðferð þess hefst 5. mars næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×