Viðskipti innlent

Átak sem á skila 1.500 störfum

Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra.
Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra.
Áætlun stjórnvalda, atvinnurekenda, stéttarfélaga og sveitarfélaga í atvinnumálum gerir ráð fyrir að 1.500 manns sem nú eru á atvinnuleysisskrá fái vinnu. Áætlunin er liður í sameiginlegu átaki gegn langtímaatvinnuleysi.

Atvinnuleysi mælist nú 7,2 prósent samkvæmt nýjustu mælinum Vinnumálastofnunar. Það þýðir að tæplega tólf þúsund manns eru á atvinnuleysisskrá.

Á vefsíðu Velferðarráðuneytisins í dag er greint frá meginatriðum átaksins, en samkvæmt því verður fyrirtækjum og stofnunum gert mögulegt að ráða starfsmann með stuðningi úr Atvinnleysistryggingasjóði, sem nemur fullum atvinnuleysisbótum, sem eru ríflega 167 þúsund krónur. Starfsmaðurinn fær síðan laun samkvæmt kjarasamningi og borgar vinnuveitandinn það sem upp á vantar.

Hafi viðkomandi starfsmaður verið án vinnu í eitt ár eða meira getur vinnuveitandinn fengið styrk upp á fullan atvinnuleysisstyrk í eitt ár.

Átakið er tímabundið og þurfa atvinnurekendur, sem hafa áhuga á því að ráða til sín starfsmann með fyrrnefndu fyrirkomulagi, að gera það fyrir 1. júní næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×