Viðskipti innlent

Marel greiðir rúman milljarð í arð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stjórn Marels hyggjast greiða um 6,9 milljónir evra, eða um 1,1 milljarð króna, út í arð fyrir árið 2011. Tillaga þessa efnis verður lögð fram á aðalfundi félagsins í mars. Upphæðin nemur 0,95 evru sentum á hlut, en slík arðgreiðsla samsvarar u.þ.b. 20% af hagnaði ársins. Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að arðgreiðslutillagan er í samræmi við markmið um fjármagnsskipan og arðgreiðslustefnu sem kynnt var á aðalfundi félagsins 2011.

Ef arðgreiðslutillagan verður samþykkt þá verður arðurinn greiddur út í krónum en þeir hluthafar sem óska hins vegar eftir arðgreiðslu í evrum munu þurfa að tilkynna félaginu um slíkt. Hvað erlenda hluthafa varðar, gengur félagið út frá því að óskað verði eftir arðgreiðslu í evrum, nema félaginu verði tilkynnt um annað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×