Viðskipti innlent

Fær frest til þriðjudags til að bregðast við uppsögn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gunnar Andersen er forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Gunnar Andersen er forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Gunnari Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, hefur verið veittur viðbótarfrestur til klukkan fjögur á þriðjudaginn í næstu viku til þess að gera athugasemdir við fyrirætlanir um uppsögn hans í starfi. Þetta staðfestir Aðalsteinn Leifsson, formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins, í samtali við Vísi.

Gunnar fékk bréf frá stjórninni síðla föstudags í síðustu viku þar sem honum var kynntar fyrirætlanirnar. Upphaflega fékk hann frest til andmæla til mánudagsins síðasta en fresturinn var svo framlengdur til dagsins í dag. Með bréfi sem Skúli Bjarnason, lögmaður Gunnars, sendi stjórninni í gær var krafist enn lengri frests.

Þá krafðist Skúli jafnframt svara við því á hvaða nýju gögnum ákvörðun stjórnar Fjármálaeftirlitsins um að segja Gunnari upp störfum sé tekin. Aðalsteinn segir í samtali við Vísi að hann geti ekki greint frá því hvernig þeim spurningum hafi verið svarað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×