Viðskipti innlent

Segir vaxtahækkun framundan hjá Seðlabankanum

Greining Arion banka segir að það sé ekki spurning hvort heldur hvenær Seðlabankinn muni hækka stýrivexti sína.

Greiningin bendir á að verðbólguhorfur fari versnandi og ekki sé hægt að líta framhjá áhrifum af nýföllnum gengislánadómi.

Fjallað er um málið í Markaðspunktum greiningarinnar og þar segir að verðbólguhorfur hafi versnað m.a. vegna gengisfalls krónunnar. Þó að krónan muni styrkjast í sumar hafa mælingar sýnt að slíkt styrking skilar sér að mjög litlu, ef nokkru leyti, í lækkandi verðlagi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×