Viðskipti innlent

Moody´s: Óbreytt einkunn Íslands með neikvæðum horfum

Matsfyrirtækið Moody´s er ekki jafnbjartsýnt á efnahagsþróunina á Íslandi og Fitch Ratings.

Á meðan Fitch hækkar lánshæfiseinkunn Íslands heldur Moody´s henni óbreyttri hjá sér og með neikvæðum horfum.

Í áliti Moody´s er að finna gamalkunnug stef um þá óvissu sem ríkir um fjármál hins opinbera. Icesave málið er m.a. nefnt til sögunnar en óhagstæður dómur í því máli gæti aukið verulega á byrðar ríkissjóðs umfram það sem áður var vænst.

Hvað varðar möguleika Íslands á að fá lánshæfiseinkunina hækkaða nefnir Moody´s m.a. velheppnaða afléttingu gjaldeyrishaftanna. Það er að gengi krónunnar haldist stöðugt meðan á henni stendur.

Á móti kemur að Moody´s telur ekki að gjaldeyrishöftunum verði aflétt í bráð. Raunar endurtekur Moody´s þá skoðun sína úr fyrri álitum að það taki nokkur ár að ná því markmiði.

Góðu fréttirnar í álitinu eru að Moody´s reiknar með 2,5% hagvexti á Íslandi í ár og á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×